Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Peningar eru ekki verðmæti
Peningar eru ávísun á verðmæti, s.s. góðan mat, falleg föt, ljót föt, hraðskreiða bíla, glæstar þyrlur, einkaþjálfara, megrunartöflur, gleðitöflur, ótakmarkaðar lendur - og t.d. fiskveiðikvóta.
Hvenær mun það ljós renna upp fyrir fjármálagúbbunum og meintum kvótaeigendum að illa fengið handbært fé ávinnur þeim ekki sálarró, eilíft líf og óskoraða aðdáun hinnar vinnandi handar? Menn þurfa að vera a.m.k. dálítið siðlausir til að líða vel með það að hagnast stórkostlega á vinnu og/eða óförum annarra og ég held að menn þurfi að vera öllu siðlausari til að snúa alls ekki af villu síns vegar.
Meðan peningum er ekki til að dreifa eru þeir nauðsyn, eftir það eru þeir ofmetnir. Til hvers þarf nokkur maður mörg hundruð sinnum meira en hann þarf?
Athugasemdir
Hrrroðalega erum við sammála í dag.
Þeir sem áttu nóga peninga í góðærinu, koma líka til með að eiga nóga peninga í kreppunni. (Ég.)
Þeir sem áttu ekki nóga peninga í góðærinu, eiga ekki heldur nóga peninga í kreppunni. Og aldrei.
Að eiga nóga peninga er hugarástand. Sem sorglega margir Íslendingar komast aldrei í.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 12:46
Við erum alltaf sammála um grundvallaratriði. Og um peninga ...
Berglind Steinsdóttir, 20.8.2009 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.