Að biðjast eða biðjast ekki afsökunar

Alveg er mér slétt sama hvort Hreiðar eða annar peningabúbbi biður mig afsökunar eða ekki. Ég vil bara að hann skili ofteknu fé. Og ekki til mín, heldur þeirra sem hann hirti það af. Og það sama á við um alla hina.

Hvað varð um 500 milljarða lánið sem Kaupþing fékk í október 2008? Af hverju sagði HMS að ekkert af því láni félli á okkur? Hvað á hann sjálfur mikið eftir af ofurlaunum, kaupréttum, bónusum og kúlum? Hvernig væri að hann skilaði því til þeirra sem öfluðu þess fjár?

Ég hætti í viðskiptum við Búnaðarbankann skömmu eftir að HMS og SE byrjuðu með kaupaukana sína. Þótt þeir væru reknir með þá til baka í eitt skipti var það bara skammgóður vermir. Árið eftir nennti enginn lengur að ybba gogg, bara nokkrir nytsamir sakleysingjar hættu í viðskiptum við bankann. Ég var ekki átthagabundin með íbúðarlán og gat gefið þeim langa nefið sem ég hef séð í öðrum bloggfærslum í kvöld.

En ég þori að hengja mig í hæsta gálga upp á það að allmargar fullorðnar konur hafa hrifist af einbeitninni sem skein úr augunum. Hann er svo laglegur.

Sigmar var ágætur. Hvernig talar maður við sjálfumglaðan vegg sem varpar öllum spurningum til baka með yfirlýsingum um eigið ágæti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langaði mest að skipta um rannsóknarefni í doktornum, fara yfir í mannfræði og eyða nokkrum árum í að yfirheyra svona siðblindingja.

Alveg stórmerkilegt rannsóknarefni.  Það þarf að gera almennilegar greiningar á þessum gaurum. Og svo eru kannski til lyf við þessu. Gæti sparað gríðarlega mikið vesen á heimsvísu í framtíðinni.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég styð þig í þessari bjartsýni; go, girl!

Berglind Steinsdóttir, 20.8.2009 kl. 19:02

3 identicon

Æ! greyið! Hann sagðist ekki vera aflögufær þegar hann var spurður. Hann tapaði svo svakalega miklu að hann hefur ekki einu sinni efni á að búa á landinu. Það kostar svo mikið að kaupa í matinn hérna!!!

 Afar áhugavert rannsóknarefni, þessir menn.

Ásgerður (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband