Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Hummer í stæði
Efahyggja mín er svo sterk að þegar frétt barst af því um liðna helgi að jeppi hefði fengið yfir sig málningardobíu, mynd verið tekin og send fjölmiðlum í tölvupósti með skilaboðum um hver ætti og hvar lagt efaðist ég strax um sannleiksgildi fréttarinnar. Alltént var ég algjörlega sannfærð um að fjölmiðlungar hefðu ekki gengið úr skugga um sannleiksgildið.
Á BTB Hummer?
Var Hummernum lagt hjá HR við Höfðabakka?
Af hverju? Labbaði BTB kannski heim? Til London? Eða Kýpur?
Auðvitað kemur mér þetta ekki við en samt er verið að segja mér frétt og þá læt ég eftir mér að spyrja þessara spurninga.
Og svarið var mér sagt að fyndist á netinu. Ég fann samt ekki svörin við spurningum mínum.
Athugasemdir
Ég velti því líka fyrir mér af hverju jeppanum var lagt við HR
Hvar var hann sjálfur? Af hverju komu ekki fram skýringar á því af hverju jeppinn stóð þar. Annar eins tittlingaskítur hefur nú verið týndur til í fréttum. T.d. er stundum tekið fram í fréttum af útköllum lögreglu að gerendur séu ekki fæddir Íslendingar og jafnvel tilgreint hvers lenskir þeir eru. Í þessu tilviki, þar sem um er að ræða meintan íslenskan ofurglæpamann, finnst mér það skipta máli hvar hann var staddur.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.