Fimm árum síðar

Alveg er mér ógleymanlegt þegar viðskiptabankarnir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði eftir mitt ár 2004. Eins man ég gjörla að ég hugsaði - og sagði - að gjörningurinn myndi hækka íbúðaverð. Ekki er ég heldur búin að gleyma að hinir meintu lágu vextir (4,15% TIL VIÐBÓTAR verðtryggingu sem margir gættu ekki að) áttu að koma til endurskoðunar eftir fimm ár. Og svo ætlaði ég einu sinni að gera tilboð í íbúð með þessum svaðalegu fínu KB-vöxtum en hætti við þegar til stóð að fjötra mig við Hreiðar Má og Sigurð (launareikningur, greiðslukort, viðbótarlífeyrissparnaður; tvennt af þrennu). Kannski eins gott því að annars ætti ég nú e.t.v. íbúð með suðAUSTURsvölum ...

Og nú er komið að hausti fimm árum síðar. Einhver bankinn (mig minnir Íslandsglitnir) er búinn að gefa það út að hann muni ekki nýta sér ákvæðið. Hvað með hina? Er þeim mögulega hugsanlega með nokkrum hætti kleift að hækka vexti?

Varla.

En það virðist enginn reyna að fjarlægja undirskálar í augna stað, bankarnir gera ekki hið sjálfsagða - svo gapandi hissa varð ég á fréttinni um golfmót MP. Ég hef ekki fundið neitt um þessa einstaklingsþjónustu ... enda var ég líka flutt hreppaflutningum úr SPRON í KB í sumar.

Og ég góni í forundran.

Ég góni.

Og augun minnka ekki.

En nú byrjar mín heilaga sjónvarpsstund ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband