Þriðjudagur, 1. september 2009
Austurvöllur vs. Lækjartorg
Ingólfstorg í sól vs. Ingólfstorg í skugga.
Ég má ekki mæla. Ég er að horfa á Kastljósið.
Þriðjudagur, 1. september 2009
Ingólfstorg í sól vs. Ingólfstorg í skugga.
Ég má ekki mæla. Ég er að horfa á Kastljósið.
Athugasemdir
Oh! Ég verð alltaf jafn pirruð á því að hlusta á umræðu um borgarskipulag og 8 hæða HÓTEL (af öllu) inn á milli gamalla húsa í miðbænum svo ég slekk alltaf til að hlífa sálartetrinu við æsingnum. Nennti sko alls ekki að hlusta á jarmið í Júlíusi V(f)ífli sem mér heyrðist segja að öll mótmæli við þetta skipulag væru byggð á misskilngi ... AUÐVITAÐ!
Ásgerður (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 23:16
Mér þótti kaupmaðurinn tala sínu máli - og mínu - vel þegar hún talaði m.a. um skuggavarpið. Ég meina, hver vill líka annað kuldasund eins og liggur á milli Austurvallar og Ingólfstorgs? Ég er leiðsögumaður og skil ekki heldur hvernig á að koma rútum þarna að. Nógu er erfitt að athafna sig í miðbænum eins og hann er.
Snýst þetta ekki bara um peninga örfárra og við fjölmörg erum látin norpa í kuldanum fyrir vikið?
Berglind Steinsdóttir, 1.9.2009 kl. 23:24
Þú veist væntanlega hver á lóðina og húsin, Berglind. Það er maðurinn hennar Jónínu Bjartmarz. Þetta eru óskabörn Framsóknar og Sjallarnir þurfa að spila með til að þessi eini fulltrúi Frammara sem hangir inni sé samvinnuþýður.
Sjáðu bara hvað er að gerast hjá OR!
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.9.2009 kl. 00:25
Já, ég vissi það víst þótt ég hafi ekki munað það í gær. En rök borgarfulltrúans voru svo máttlaus að ég kýs að trúa að hann verði rekinn til baka með þetta. Fólk er ekki sofandi - lengur.
Berglind Steinsdóttir, 2.9.2009 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.