Vill einhver skilgreina fjármagnstekjur?

Mér gremst hvernig fólk talar um fjármagnstekjur. Kannski erum við pabbi eina fólkið sem lítum svo á að fjármagnstekjur séu þær vaxtatekjur sem fara fram úr verðbólgunni, en þá finnst mér líka að fjármálaspekúlantarnir eigi að gangast við því.

Fyrir hálftíma skrúfaði mbl.is frá krana vefrits fjármálaráðuneytisins þar sem segir m.a.

Á þær er lagður sérstakur skattur, fjármagnstekjuskattur, og var hann 10% á allar tekjur árið 2008. Hann hefur nú tímabundið verið hækkaður í 15% á tekjur umfram 250.000 króna lágmark. Fjármagnstekjur landsmanna höfðu vaxið mjög ört og náðu hámarki árið 2007 þegar framtaldar fjármagnstekjur námu 244 ma.kr.

Ég er svona gríðarlega múruð að vera yfir þessum 250.000 króna peningaeignamörkum og upplifði það - eins og ævinlega - að fjármagnstekjuskattur var núna - eins og ævinlega - tekinn af verðbótaþættinum. Og þegar ég ætlaði að ergja mig yfir þessu skriflega var mbl.is búið að fjarlægja fréttina sem ég ætlaði að tengjast. Og í augnablikinu stendur þar aðeins:

Villa

Ekki fannst frétt með þessu númeri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er engu nær bara orðið "fjármagnstekjur" af hverju e ég ekki með svoleiðis ?

Finnur Bárðarson, 4.9.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hmm, Finnur, ég græði þá ekki mikið á þér ...

Berglind Steinsdóttir, 4.9.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband