Afsláttur eða ekki

Fyrir löngu, þegar Síminn var enn síminn og menn borguðu bara afnotagjald eins og af sjónvarpi, var enginn afsláttur af símtalaverði. Svo voru skrefin tekin upp og þá kostaði eitt skref að hringja innan fjórðunga eða svo, fleiri að hringja milli landsfjórðunga. Svo var ákveðið að hafa hámarkstíma á skrefinu, 12 mínútur á kvöldin og 8 á daginn kannski, svo var það helmingað.

Svo var ákveðið að hafa tiltekinn skrefafjölda innifalinn í fastaverðinu og það kallað afsláttur.

Sjálfsagt hefur þjónustan aukist í hlutfalli við hækkandi verð.

Þarna var ég farin að halda minn eigin síma og hugsaði og sagði: Nú líður ekki á löngu þangað til afslátturinn verður tekinn af.

Og það stóð heima. Afslátturinn var felldur niður og það án þess að hafa mörg orð um það, ekki var menni að boðið að taka upp samninginn, semja upp á nýtt, mótmæla eða eitthvað.

Reyndar eru símafyrirtækin orðin fleiri, en sjálf þekki ég engan sem ratar í þessum frumskógi verðs og ókeypis vina - og afsláttar.

Mér datt þetta bara sisona í hug þegar ég sá einhvers staðar út undan mér hvatningu til stjórnvalda um að hækka skatta á álfyrirtæki. Mætti ekki alveg eins tala um að fella niður afsláttinn??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband