Fimmtudagur, 10. september 2009
Sagði Bjarni þetta í alvörunni?
Ég held að hugtakið viðskiptavit hafi breyst á síðustu árum. Viðskiptavit var áreiðanlega fólgið í því að sjá til þess að fyrirtæki með góða viðskiptahugmynd næði skriði, hagnast á því sjálfur og láta aðra njóta þess með sér, sennilega í aðeins minna mæli. Viðskiptavit Bjarna og margra fleiri virðist nú felast í að tefla á tæpasta vað og nota ýtrustu meðul til þess að sleppa einn frá því. Ég er að reyna að muna að í kringum Bjarna eru áreiðanlega nytsamir sakleysingjar sem falla fyrir vatnsgreiðslunni og mjúkri röddinni.
Það sem ég get núna ekki með nokkru móti skilið er hvernig maður sem er búinn að egna fólk á móti sér í a.m.k. 11 mánuði getur mögulega haldið að sú afstaða sem endurspeglast í DV-viðtalinu 9.9.2009 falli í kramið. Er Bjarni m.a.s. genginn af viðskiptavitinu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.