Sál í Straumi

Ég man eftir menningarmiðstöðinni Straumi. Meðan hún var og hét var hún dægileg og hafði sál. Ég held að hún hafi í sjálfu sér ekki tapað á nágranna sínum, en álverið er hins vegar milli tannanna núna. Að vonum.

Ég verð að játa að ég er hvorki 100% með eða á móti álveri/um. Ég bý heldur ekki í Hafnarfirði og hef ekki atkvæðisrétt í því máli. En mér finnst alveg frámunalega hallærislegt að dreifa Björgvini Halldórssyni í 8.000 eintökum, og alls ekki málefnalegt. Hvernig getur gjöf af þessu tagi verið málefnaleg? En þótt ég sé ekki í aðdáendaklúbbnum hans Bós hækka ég samt í græjunum þegar kemur að „Allt fyrir mig“ á Baggalútsdiskinum.

Ég skil vel að Alcan ætli að skýra sjónarmið sín og reyna að leggja gott inn hjá Hafnfirðingum en með þessari skrýtnu jólagjöf skutu þeir sig í einhverja löppina.

Og ekki orð um jólakveðjuna frá Dómínós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband