Föstudagur, 11. september 2009
Óeinbeittur gróðavilji
Í Kastljósinu í kvöld sagði Lára Hanna þegar Stefán viðskiptasiðfræðingur sagði að ekki gæti hver sem er stofnað eignarhaldsfélag:
Bíddu við, hefði maður ekki getað stofnað utan um sjálfan sig eignarhaldsfélag ef manni hefði bara dottið það í hug?
Já, maður spyr sig. Og ég rifja upp að svo snemma sem árið 2001 eða 2002 varð ég áheyrandi að spjalli tveggja karla sem íhuguðu einmitt þetta, að stofna einkahlutafélag [ég man það með því orði] því að það væri alveg löglegt og líklegt til fjárhagslegs ávinnings.
Og þetta var að rifjast upp fyrir mér.
Ekki veit ég í hvernig félagi fiskamaðurinn var, kannski í því sama og vatnsmaðurinn og ferðalagamaðurinn, en alltént virðast þeir á einhverjum tíma lífsins haft úr nóló að spila en spilað grand. Voru kannski í einkafélögum með sjálfum sér ...
Til að særa engan ákvað ég að skrifa bæði óskiljanlegan og dulkóðaðan texta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.