Laugardagur, 12. september 2009
Álitsgjafar í DV
Oft eru álitsgjafar fengnir til að gefa út palladóma - og ég hlusta alveg. Í gær voru hins vegar nafnlausir ... aaa, var það kannski viljandi? ... álitsgjafar í DV sem völdu huglægt bestu (og verstu, stóð þar, en ég fann ekki) bloggarana. Þessir ótilgreindu álitsgjafar eru greinilega smekkálitsgjafar og hrósuðu, að vonum, Láru Hönnu sem er sinn eigin fjölmiðill sem vinnur mikla heimildavinnu og fer langt fram úr vonum flestra lesanda (ég man samt að Gunnar Th. hefur andskotast út í hana). Reyndar voru á listanum nokkrir nýir, lítt virkir eða mér óþekktir bloggarar (skárra væri það) en ég saknaði sárt hennar Öldu. Sárt. Held að menn hljóti líka að hafa gleymt Teiti en ég var mikið glöð að sjá Siggu Láru á listanum.
Þetta var álitsgjöfin mín.
Athugasemdir
Gaman að dv.is hefur bætt við nöfnum álitsgjafanna - eða þegar betur er að gáð var einhver búinn að ræna næstu síðu úr blaðinu sjálfu. Ég hafði DV fyrir rangri sök.
Berglind Steinsdóttir, 12.9.2009 kl. 12:27
Hei! Og ég þekki ekki einu sinni neinn af þeim!
Er að springa úr monti.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 22:04
Jamm, vegir þínir liggja víða, a.m.k. víðar en þú sást fyrir ...
Berglind Steinsdóttir, 18.9.2009 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.