Viðskiptavild er viðkvæm eign

Í síðustu viku sá ég út undan mér leikinn þátt í sjónvarpinu þar sem maður hálft um hálft þvingaði mann til að selja sér meiri hluta hlutabréfa í stöndugu fyrirtæki. Um leið og kaupin voru tilkynnt byrjaði verðið að hrapa vegna þess að viðskiptavinir samstæðunnar völdu í kjölfarið að beina viðskiptum sínum annað. Markaðurinn talaði.

Viðskiptavild er alltaf verðlögð þegar fyrirtæki eru seld.

Ég skil ekki af hverju óþokkar Íslandssögunnar halda enn vild viðskiptavina sinna en geri ráð fyrir að það útskýrist að mestu leyti með fákeppninni. Við vitum ekki hvaða skúrkur á hvaða fyrirtæki og hvar skást er að kaupa skyr, sundbol eða sófa.

En nú koma væntanlega nýir eigendur að Íslandsbanka, óspjallaðir kannski? Ætli menn skipti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband