Tími poppsins er liðinn

Ég ætlaði að rifja upp forna takta popp(korn)sins í potti - og nú leggur bræluna um alla íbúð. Örbylgjupopp er orðið svo dýrt og umhverfisvitund mín enn sterkari en fyrr þannig að mér fannst einboðið að tími pottapoppsins væri runninn upp á ný.

En líklega eru það bara gulrætur og gúrkur, og mandarínur þegar mikið liggur við, héðan í frá.

-sagði hún og fitjaði upp á trýnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég poppa af og til í potti og þykir það jafnvel betra en hitt hafi það heppnast vel.

spritti (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 09:19

2 identicon

hmm var potturinn kannski ekki nógu góður í þetta, hefur þú prufað að nota teflon pönnu með glerloki? Þá getur maður skemmt sér við að horfa á poppið poppast í leiðinni. Einnig er hægt að poppa í örbylgju venjulegan poppmais, í örbylgjuhæfu íláti.  

Auður (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Góður (popp)punktur, endurskoða ákvörðun mína um að segja skilið við allt popp.

Berglind Steinsdóttir, 15.9.2009 kl. 20:06

4 identicon

Ég poppa alltaf í potti og hef alltaf gert. Þú þarft bara að æfa þig betur... :-)

Ásgerður (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:40

5 identicon

50/50 olía og smjörlíki, það gerir gæfumuninn.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, æfa mig þangað til kílóið er búið. Má ekki nota bara olíu?

Berglind Steinsdóttir, 17.9.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband