Samkeppni - eða ekki

Blaður á Glamur sem á Ráp og Raup sem eru hluthafar í Bramli og Brölti - sem selja mér morgunkorn og naglaherði. Það er til að æra óstöðugan að reyna að henda reiður á af hverjum maður kaupir poppið sitt. Enda sannast það að mótstaðan minnkar, við vitum alls ekki í hvaða buddu tikkar þegar við kaupum velúr-peysuna eða sparijakkann.

*dæs*

Svo kemur frétt af því að apótekari á Akranesi hafi kvartað til Samkeppniseftirlitsins fyrir tveimur árum undan óeðlilegum viðskiptaháttum Lyfja & heilsu. Fréttin er heldur loðmulluleg þannig að ég verð að giska á að Apótek Vesturlands sé stakur hlekkur svona til samanburðar við keðjuna Lyf & heilsu. Og ég leyfi mér líka að giska á að verð í Lyfjum & heilsu á Kirkjubraut 50 sé lægra en í útibúum Lyfja & heilsu annars staðar þar sem ekki nýtur nálægðar annarra apóteka.

Ég er bara að giska því að fréttin var ekkert unnin. Ég veit ekki heldur hver á alla þessa hlekki. Og ekki verður Jón Jósef spurður í bráð.

*dæs*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband