Sunnudagur, 20. september 2009
Vantar lúxushótel?
Ég rápaði um Húnaþing vestra um helgina og sá að þar er ýmislegt gistirými. Ekkert íburðarmikið. Sumt vel nýtt. Og ég rifjaði upp að Ásbjörn Björgvinsson á Húsavík kallaði eftir nýju hóteli á sínum slóðum um daginn. Mér finnst endilega að hann hafi talað um háklassahótel en það kemur ekki fram í tilvitnaðri frétt.
Vantar íburðarmikið hótel fyrir norðan? Hvað skyldi útlenski markaðurinn segja núna? 20.000 króna herbergi losar 100 evrur.
Athugasemdir
Þú manst rétt, hann sagði í útvarpsviðtali að það vantaði 5 stjörnu hótel. Nei, það vantar alveg örugglega ekki 5 stjörnu, lúxus hótel á Íslandi nema ferðamálayfirvöld ætli að losa sig við náttúruferðamenn og sækja á aðra markaði ferðamanna.
Það vantar ekki heldur malbikaðan veg yfir hálendið eða hótel á hálendinu... nema ætlunin sé að falla frá gildandi ferðamálaáætlun og setja nýja sem tekur mið af allt öðrum markhópum ferðamanna en þeim sem hingað til hafa lagt leið sína til Íslands til að njóta náttúrunnar eins og hún er eðlileg og náttúruleg.
Helga (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.