Föstudagur, 29. desember 2006
Maðurinn á bak við bláa skjöldinn
Nú er ég búin að eyða dýrmætu föstudagskvöldi í að lesa 1. bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hún varð innlyksa hér um síðustu helgi - ég á sko ekkert í henni - og það tók mig svolítinn tíma að koma mér í verkið. En ég varð sko ekki svikin, hún var meinfyndin, humm humm.
Og það sem er ekki minna fyndið er að skv. bókatíðindum er leiðbeinandi verð 10 kr. en mér skilst að útsöluverð sé 99 kr. Þetta snýst eitthvað um framboð og eftirspurn í markaðshagkerfi, vinsældir vörunnar og hvað fólk er þá tilbúið að borga fyrir hana.
Allt með öllu held ég að lestur 1. bindisins hafi verið góð upphitun fyrir lestur minn á þýðingu HHG á Frelsi og framtaki Friedmans. Ég held að ég geti bara farið að hlakka til.
Merkilega sem lítið hefur verið fjallað um þetta rit í fjölmiðlum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.