Að sækja fram eða aftur

Þar er komið sögu í þriðju bókinni um Lisbeth Salander að Erika Berger ritstjóri fær sóðapóst úr tilbúnum netföngum. Hún var ráðin til SMP til að bæta blaðið og fjölga lesendum. Nokkrir í ritstjórninni vilja skera niður í starfsmannafjölda til að rétta við reksturinn - en halda sínum eigin bónusum - og greiða hluthöfum arð! Eriku hefur enn ekki tekist að sannfæra talsmenn eigenda um að gott efni, vönduð vinna og trúðverðugleiki selji blaðið.

Róa sig, Berglind, þetta er bara skáldskapur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér líkar þinn kaldbeitti og lúmski húmor

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.9.2009 kl. 02:25

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég dittóa Rakel! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.9.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þið gætuð ekki flatterað mig meira þannig að ég bugta mig og þakka pent. Huggun harmi gegn að skáldskapurinn ... nei, ónei, hún hellist yfir mig, sagan [hér sést Berglind á flótta undan [bíp] ...]

Berglind Steinsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú sannar það bara enn betur að þú átt hrósið svo sannarlega skilið

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:39

5 identicon

bergalinda - ertu að lesa þetta á sænsku?

Sólveig Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:23

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Faktisk på dansk, en ég las millibókina á sænsku. Er að tengjast hinu samnorræna í mér. Kooperativ ... Ég er til í að lána hana þegar ég er búin, vil alls ekki að feðgarnir græði óhóflega.

Berglind Steinsdóttir, 28.9.2009 kl. 12:33

7 identicon

En það er bara þannig að raunveruleikinn tekur alltaf skáldskapnum fram (sobrepasa la realidad) það hef ég a.m.k. lært. Sjáðu t.d. í annarri bókinni þegar Lisbeth er að búa til reikninga í tortólum og færa peninga o.s.frv. og svind auðjöfursins í fyrstu bókinni. Las þá þriðju um daginn líka paa dansk og er með fráhvarfseinkenni get ekki byrjað á neinni annarri...

Ragnheiður (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 00:47

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei! Skáldskapurinn skákaði raunveruleikanum, einmitt í þessu Tortólu-dæmi sem þú nefnir. Reyndu að hrekja það - með Hvalfjarðarskessunni ef þarf ...

Ég er enn á bls. 390, tími ekki að halda áfram og geri allt til að tefja, ræræræ.

Berglind Steinsdóttir, 1.10.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband