Miðvikudagur, 23. september 2009
Að sækja fram eða aftur
Þar er komið sögu í þriðju bókinni um Lisbeth Salander að Erika Berger ritstjóri fær sóðapóst úr tilbúnum netföngum. Hún var ráðin til SMP til að bæta blaðið og fjölga lesendum. Nokkrir í ritstjórninni vilja skera niður í starfsmannafjölda til að rétta við reksturinn - en halda sínum eigin bónusum - og greiða hluthöfum arð! Eriku hefur enn ekki tekist að sannfæra talsmenn eigenda um að gott efni, vönduð vinna og trúðverðugleiki selji blaðið.
Róa sig, Berglind, þetta er bara skáldskapur.
Athugasemdir
Mér líkar þinn kaldbeitti og lúmski húmor
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.9.2009 kl. 02:25
Ég dittóa Rakel!
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.9.2009 kl. 11:10
Þið gætuð ekki flatterað mig meira þannig að ég bugta mig og þakka pent. Huggun harmi gegn að skáldskapurinn ... nei, ónei, hún hellist yfir mig, sagan [hér sést Berglind á flótta undan [bíp] ...]
Berglind Steinsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:18
Þú sannar það bara enn betur að þú átt hrósið svo sannarlega skilið
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:39
bergalinda - ertu að lesa þetta á sænsku?
Sólveig Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:23
Faktisk på dansk, en ég las millibókina á sænsku. Er að tengjast hinu samnorræna í mér. Kooperativ ... Ég er til í að lána hana þegar ég er búin, vil alls ekki að feðgarnir græði óhóflega.
Berglind Steinsdóttir, 28.9.2009 kl. 12:33
En það er bara þannig að raunveruleikinn tekur alltaf skáldskapnum fram (sobrepasa la realidad) það hef ég a.m.k. lært. Sjáðu t.d. í annarri bókinni þegar Lisbeth er að búa til reikninga í tortólum og færa peninga o.s.frv. og svind auðjöfursins í fyrstu bókinni. Las þá þriðju um daginn líka paa dansk og er með fráhvarfseinkenni get ekki byrjað á neinni annarri...
Ragnheiður (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 00:47
Nei! Skáldskapurinn skákaði raunveruleikanum, einmitt í þessu Tortólu-dæmi sem þú nefnir. Reyndu að hrekja það - með Hvalfjarðarskessunni ef þarf ...
Ég er enn á bls. 390, tími ekki að halda áfram og geri allt til að tefja, ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 1.10.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.