Fimmtudagur, 1. október 2009
Eins og hamstur
Við hlaupum og sprettum úr spori og geysumst áfram, látum vaða og drögum ekki af okkur - en samt er ég enn bara á bls. 392.
Því veldur að hluta til massíft og tímafrekt félagslíf. Ég missti m.a.s. af Systrum og bræðrum í kvöld, en komst á fraaábært málþing um þýðingar í gær. Kannski er orðið svona auðvelt að gera mér til hæfis, ehe, en fyrirlestrarnir þóttu mér svo efnismiklir og skemmtilegir. Alveg í lokin var Klaus Ahrend sem sér um útvistun þýðinga hjá Evrópusambandinu með fróðlegan fyrirlestur - og gagnvirkan með afbrigðum - um eðli og frágang þýðinga hjá Evrópusambandinu. Af á að giska 70 gestum get ég mér til að 25-30 hefðu viljað ráða sig til starfa hjá honum frá 1. október 2009. Byggi ég það á fjölda spurninga sem hann fékk um verð, aðstöðu o.fl. hagnýtt.
Ef við göngum í Evrópusambandið munu einhverjir Íslendingar þurfa að flytjast til Brussels/Lúxemborgar, aðrir munu taka að sér verkefni á heimavígvelli.
Margir viðstaddir fengu bæði glimt i øjet og blod på tanden og veit ég ógjörla hvaðan mér bárust þessar slettur ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.