Þriðjudagur, 6. október 2009
Ávextir - úrval þá og nú
Á svona sorgardegi verður maður að dreifa huganum sem mest maður má. Ég fór á fyrirlestur Sólveigar Ólafsdóttur í Þjóðminjasafninu í hádeginu. Hún hefur góða frásagnargáfu, studdi fyrirlesturinn með glærumyndum af alls kyns kosti - og mér var stórskemmt.
Gæti ég látið hér við sitja.
En meðal þess sem mér fannst hún segja var að ávextir hefðu á síðustu öld ekki verið eins fágætir og börn þess tíma láta að liggja, þ.e. ömmur okkar og afar. Í ,,hinni" kreppunni var ákveðið að spara gjaldeyri - líka - og þess vegna hætt að bruðla með ávexti.
Ég skildi hana líka þannig að á fyrri hluta aldarinnar hefðu átta verslanir blómstrað í Reykjavík og allar selt ávexti - ekki keyptu bara pelsarnir og teinóttu jakkafötin, ha?
*dæs* - ég gleymdi mér þó um stund.
Athugasemdir
þó lýsingin eigi ágætlega við mig finnst mér ég þurfa taka fram að þetta var ekki ég.
ja - var ekki einkunnarorð silla og valda eða einhverra: af ávöxtunum skulið þér þekkja þá!!!
Sólveig Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 13:16
Issch, ég man ekki hver mælti hin fleygu orð - hlýtur að vera fyrir mitt minni ... Og já, ég get vottað að þessi SÓ er líka mælskumaður mikill - þú komst með erindi í tíma til mín í Þinghólsskóla - líka (nánast) fyrir mitt minni.
Berglind Steinsdóttir, 8.10.2009 kl. 19:10
Ég er relativelý ung en man þó eftir því að það hafi verið keyptur kassi af eplum, appelsínum og mandarínum fyrir jólin á mitt heimili. Kassarnir voru hins vegar minni einingar þá, þetta var áður en XXL var búið til.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.