Fimmtudagur, 8. október 2009
Biedermann 2009
Þá er að gera játningu. Ég, hinn úthrópaði (fyrrverandi) áhugamaður um bókmenntir og leikhús, áhugaleikari og mikill spekúlant (að eigin mati), hef hvorki séð né lesið Biedermanninn hans Max Frisch.
Þangað til í dag að mér var náðarsamlegast boðið á æfingu.
Ég fullyrði að efnið, og sýningin þar með, á fullt erindi til okkar í dag. Biedermann er svo góðviljaður - les: auðtrúa - að hann leyfir fyrirsjáanlegum skemmdarvörgum að hreiðra um sig á heimilinu. Eiginkonan er meðvirk.
Mér datt Leigjandi Svövu stundum í hug en miklu oftar hvarflaði hugurinn 367, 366, 365, 364, 363 ... daga aftur í tímann. Biedermann býr í okkur, nytsömum sakleysingjunum, og líka hinum sem aðallega voru nytsamir en alls ekki svo saklausir.
Eggert og Björn heilluðu mig alla leið upp úr skónum - og sat ég þó alltof aftarlega.
Prrr.
Athugasemdir
.
http://www.youtube.com/watch?v=httuzNQ7qDM
.
LS (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:03
Ég ætla að fara aftur.
Og sjá bæði upphafið og endinn.
Og sitja mjöööög framarlega.
Og muna að hafa gleraugun á nefinu.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 22:51
Maður gæti haldið að við værum á sömu línu. Maður gæti bara haldið það. Það var eitt þó, lítilræði, í þýðingunni sem mér ... hmm, leiddist - þegar allt kemur til alls var margendurtekið, auðvitað ekki rangt og sennilega ekki ljótt, maður er bara svo misuppnæmur fyrir mislítilmótlegum hlutum.
Ég hef líka dálæti á Þóri Sæmundssyni sem er í kórnum og er mjög gröm út í mig fyrir að hafa ekki farið á norway.today um árið. Hins vegar velti ég titlinum fyrir mér þá og hvernig hægt hefði verið að þýða hann. Norway er hljóðlíkt no way og mér skildist að ekki hefði verið reynt að þýða, hmm, staðfæra kannski titilinn ... engey.a_morgun?
Ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 9.10.2009 kl. 23:18
engey.í_dag hefði það auðvitað orðið að vera.
Berglind Steinsdóttir, 9.10.2009 kl. 23:18
Já, þú misstir af miklu að sjá ekki Norway.today en vandamálið við þýðinguna var að nafnið hljómar líkt og no way to die og það þurfti að vera þannig áfram. Þess utan er norway.today síða þeirra sem hyggja á sjálfsmorð ... eða eitthvað mjög svipað og norway.today
Ásgerður (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:44
Já, það var öjlalegt af mér og ég sé mikið eftir. Þá hefði ég líka getað áttað mig betur á því hvort ekki væri hægt að þýða/staðfæra titilinn. - Kom Noregur yfirleitt við sögu?
Berglind Steinsdóttir, 12.10.2009 kl. 18:26
Já, já, já, allt leikritið fór fram á/við ákveðinn klett í Noregi sem er vinsæll sjálfsmorðsstaður.
Ásgerður (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.