Sunnudagur, 11. október 2009
Af hverju ætti ég að kaupa Ævintýraeyjuna?
Mig langar ekki að lesa um mann sem slysast af Trabantinum inn í bankaheiminn.
Mig langar ekki að lesa um mann sem lítur langar leiðir upp til Toms Jones.
Mig langar ekki að lesa um gullsleginn kavíar.
Mig langar ekki að lesa um partí.
Og ég vil alls ekki að aðalpersónan hafi svo mikið sem krónu upp úr krafsinu.
Á ég þá ekki bara líka að leiða hjá mér útvarpsstöðvarnar sem hampa þessum gaur um þessar mundir?
Athugasemdir
Svooooo sammála. Hvað er eiginlega með þennan vælugaur.
Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 08:43
Nú, eða þá þessi:
Berglind Steinsdóttir, 13.10.2009 kl. 18:57
Ekki ætla ég að kaupa þessar bækur. Læsi þær kannski ef mér væru færðar þær. Ætli þeir kalli sig ekki "rithöfunda" hér eftir...?
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.10.2009 kl. 00:09
Grmpf, ég má bara ekki til þess hugsa að þessir skríbentar fái svo mikið sem tikk á bókasafninu. Eiginlega ætti maður ekki að vekja neina athygli á þeim. Þeir hrópa og kalla og upphefja sig í starfi, skrifa svo bók um mistökin sem blöstu við ýmsum - og fá verklaun. Fyj.
Hins vegar liggur Hrunið á náttborðinu.
Berglind Steinsdóttir, 14.10.2009 kl. 00:19
Simon Bowers lýkur engu lofsorði á bókina í Guardian.
Berglind Steinsdóttir, 6.11.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.