H1N1

Getur verið að óttinn við silungaflensuna gagnist einhverjum? Hver framleiðir vörnina, hver selur, hvað kostar hún og hver borgar?

Græðir einhver á hysteríunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm... Já, ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að þegar verið er að draga saman hjá öllum ríkjum í lyfjakaupum og meira horft í það að kaupa ódýrari samheitalyf þá komi upp flensa sem er STÓÓÓÓÓRHÆTTULEG, drepur fólk og mjög nauðsynlegt er að bólusetja ALLA landsmenn...

 Hverjir framleiða, selja og græða? ... tja, ... lyfjafyrirtækin!

Hverjir borga? Við, skattgreiðendur

Hvað kostar þetta allt? Milljarða ... bara fyrir bóluefni og lyf beintengd inflúensunni. Hugsanlega þurfa einhverjir svo að auka við geðlyfjaskammtinn sinn af stressi vegna þess að fjölmiðlar æsa fólk upp og hræða það.

Ásgerður (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held að við séum öfgarólegar, zzz, en hvar er annars viðbragðsáætlunin vegna umferðarslysa, áfengisdauða og sjálfsvíga?

Svo finnst mér að Ármann eigi að lýsa næstu söngvakeppni - þá lofa ég að horfa þó að ég geri ekkert annað gáfulegt í maí 2010.

Berglind Steinsdóttir, 20.10.2009 kl. 22:16

3 identicon

Áfram Ármann! Áfram Ármann! Áfram Ármann! Ármann til Oslóar!

Ásgerður (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:20

4 identicon

Það væri líka tilvalið að banna tóbak eða bólusetja okkur fyrir tóbaksreykingum. En þessi flensa er vissulega soldið dugleg.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband