Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Ég elska Heimi Karlsson
Bara svona í sjónvarpinu, Íslandi í bítið. Hann spyr fólk svo mikið eftir lausnum: Hvað þarf að hækka mikið? Hverju þarf að breyta? Hvað myndi duga? Ég viðurkenni að hann fær ekki alltaf svör en hann reynir að hugsa í lausnum frekar en vandamálum.
Við erum of gjörn á að velta okkur upp úr vandanum í stað þess að horfa fram á veginn og spyrja hver lausnin gæti verið.
Áðan voru þau Sirrý með Arndísi Björnsdóttur hjá sér sem hyggur á þingframboð fyrir eldri borgara og hann reyndi að fá fram lausnarhugmyndir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.