Ofgnótt kaupmáttar og hagvaxtar

Hvað hefur breyst á 10 árum? Jú, kaupmáttur hefur aukist og hjá mörgum svo mjög að stærsti vandinn á jólunum felst í að finna eitthvað sem hægt er að gefa sumum. Einhverjir brugðu á það ráð núna að kaupa geitur hjá kirkjunni til gjafa. Það þýddi auðvitað ekki að pakkinn jarmaði á aðfangadagskvöld, heldur gaf fólk hugmyndina. Hún er svo sem góð.

Í gærkvöldi frétti ég að í Danmörku - þar sem menn eru líka farnir að gefa geitur sökum skorts á skorti - þar sem viðtökulönd eru önnur en á Íslandi hafi menn keypt of margar geitur. Hugmyndin er uppseld. Og hvað er þá til ráða? Að kaupa brunn í fjarlægu landi fyrir 120 þúsund kr. til að vera rausnarlegur við elskuna sína?

Ekki veit ég.

Mér fyndist samt koma til greina hugarfarsbreyting. Mér finnst galið að fólk kaupi og eignist hluti bara til að eignast hluti þótt það langi ekkert í þá. Og það á sama tíma og sumt fólk hefur ekki efni á nauðsynjum. Erum við ekki öll sammála um að slíku sé til að dreifa á Íslandi?

Ég þori ekki að skrifa það sem ég er að hugsa núna en treysti því að lesandinn geti í eyðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er meiri kapítalisti en kommúnisti en ég er hræddur... það er hægt að líkja mér við stórreykingarmanni; ég veit að það er hættulegt, vill hætt en get ekki. 

Við vesturlandabúar höfum það of gott... Ég skrifaði smá færslu um GRÆÐGI. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.1.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Gunnar, ég er ekki viss um að græðgi sé svarið, ekki a.m.k. bara græðgi. Þetta er eitthvert óþol og við virðumst halda að vellíðunin sé fólgin í hlutum og hraða. Ég stend mig líka að því að staldra of sjaldan við og njóta kyrrðarinnar.

Jæja, kannski er þetta mestmegnis bara græðgi ...

Berglind Steinsdóttir, 3.1.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband