Þriðjudagur, 20. október 2009
Af hverju Helgi?
Frá því að nýja fréttin af Icesave var birt á sunnudaginn er ég búin að velta fyrir mér hvers vegna Helgi Áss (t.v.) og Páll (t.h.) voru með á blaðamannfundinum. Í fréttatilkynningunni sem var hengd við sé ég nafnið hans:
Við samningsgerðina hafa stjórnvöld notið fulltingis Nigel Ward hjá Ashurst lögmannsstofunni og samningu lagafrumvarps hafa annast þau Benedikt Bogason, héraðsdómari, Björg Thorarensen, deildarforseti Lagadeildar HÍ, Eiríkur Tómasson, prófessor við Lagadeild HÍ og Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur hjá Lagastofnun HÍ auk þess sem þau hafa veitt stjórnvöldum almenna ráðgjöf.

En Páls er í engu getið og af hverju er hann með á fundinum? Var enginn fréttamaður forvitinn um framsetninguna? Og hvar voru Nigel, Benedikt, Björg og Eiríkur?
Að lokum vil ég geta um það aðalatriði að mér finnst Nigel vitlaust beygður í eignarfallinu (enda er ég s-eignarfalls-fastisti) og mér finnst að Ármann eigi að lýsa næstu söngvakeppni - ef einhver verður sendur til Óslóar!
Athugasemdir
Þeir komu þarna, ætluðu að fara að tefla, alveg komnir í gírinn og svona ... þá bara var blaðamannafundur og Steinki sagði við Jógu: Æ, við lítum eitthvað svo dapurlega út bara svona tvö við þetta stóra borð... Varstu ekki búin að boða Nigel? Hann hefði getað talað útlensku!
Jóga: Nei, ég gleymdi að boða hann ... Þú ætlaðir að boða Benna, Bjöggu og Eika ... hvar eru þau?
Steinki: Ég sendi þeim tölvupóst ... Hei! Þarna er Helgi Áss og Palli... Látum þá sitja í auðu sætunum!
Jóga: Jáh! Góð hugmynd...
Áfram Ármann! Áfram Ármann! Áfram Ármann! Ármann til Oslóar!
Ásgerður (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:25
Ó, refskák?
Berglind Steinsdóttir, 20.10.2009 kl. 22:44
Jebb!
Ásgerður (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:53
Sæl og blessuð Berglind, manstu enn eftir mér? ég var besti nemandinn í Flutningaskólanum forðum daga hehe:o)
Ég er að velta fyrir mér ertu enn með sama gamla tölvupóstfangið hjá hi.is ?
Langar svo að senda þér einn póst blikkblikk :o)
Kveðja, Silja.
Silja Rós Sigurmonsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 00:10
Ógleymanleg, Silja mín. Sama netfang, láttu vaða.
Berglind Steinsdóttir, 23.10.2009 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.