Eins og gerst hafi í gær

Mér er í fersku minni ýmislegt frá fermingunni minni. Ég eignaðist svart satínpils og satínvesti. Ég gleymdi mér í athöfninni og stóð ekki upp fyrr en presturinn gaf mér merki með augunum og þá spratt ég upp eins og fjöður og hélt að allir hefðu tekið eftir bara því. Mér er minnisstætt að presturinn er mér ekki minnisstæður fyrir annað en að vera indæll fullorðinn kall en hinn presturinn í sókninni reyndi að galdra til sín fermingarbörn með appelsíni og prinspólói. Það var a.m.k. þrálát saga í sókninni.

Guðs orð hefur ekki átt greiðan aðgang að mér, það skal viðurkennt, en mér hefur líka löngum fundist fráleitt að ferma börn sem eru 13-14 ára. Af hverju ekki að bíða til 18 ára aldurs? Og er ekki tímabært að klippa á naflastreng kirkjunnar við ríkið - ríkiskassann?

Ekki veit ég hvað presturinn á Selfossi tók sér fyrir hendur en mikið ósköp er ég fegin að þótt ég hafi asnast til að láta ferma mig í árdaga sitji ég a.m.k. ekki uppi með ónotatilfinningu út af þjóni kirkjunnar.

Er það ekki reyndar lágmarkskrafa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband