Jafnvirði

Nú tala ég bara innan úr svartholi þess sem hefur enga aðra hagfræði lært en þá sem blöðin hafa birt okkur síðasta árið. Ég heyri menn tala um þá nýju uppgötvun að í lánasamningum vegna húsnæðiskaupa standi að endurgjalda skuli jafnvirði og þá hafa menn túlkað það svo að færri evrur, færri jen eða færri dollararar skuli koma til greiðslu úr því að gengið hefur fallið.

Af því að ég er enn ekki útskrifuð úr hagfræði fjölmiðla 2008-2009 spyr ég: Ætluðu menn þá ekki að græða heldur ef íslenska krónan styrktist?

Sjálf er ég ekki með erlend húsnæðislán en finnst enn sanngirnismál að lánin verði færð aftur til sanngjarnrar dagsetningar, annað hvort 1. janúar 2008 eða 1. júlí 2008. Peningarnar sem þannig ,,afskrifuðust" voru hvort eð er aldrei til. Stórir aðilar tóku stöðu gegn krónunni sem tók fyrir vikið einhverja undarlega sveiflu. Peningar eru bara ávísun á verðmæti og það er andstyggilegt að fólk fari á límingunum yfir hégóma úr pappír þegar enn er hægt að sækja sér mat, vefa föt og snúa túrbínum. Verðmæti eru ekki fólgin í pappírspeningunum heldur því sem fá má fyrir peningana. Hefur það horfið yfir móðuna miklu?

Sjálf myndi ég mest sakna þess lúxuss sem nettengd tölva er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband