Höfuðborgarsvæðið verði eitt sveitarfélag

Ef ég mætti ráða væru Seltjarnarnes, Reykjavík, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Álftanes eitt sveitarfélag með einn sveitarstjóra/borgarstjóra. Og Kjalarnes.

Seltirningar fengju að borga meira til samneyslunnar, ég hef þá grunaða um að vilja það, Kjalnesingar væru ekki gildraðir og umkringdir Reykjavíkinni, strætósamgöngur væru eðlilegar í sveitarfélaginu Reykjavík sem teygði sig víða - og minna væri um smákónga- og -drottingalæti á hreppamörkum.

Er ekki hægt að gera svona lítið fyrir mig, t.d. í sveitarstjórnarkosningunum 2010?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og einn ofur menningar- og ferðamálafulltrúa..

Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ertu að hugsa um að fá borgarstjóra/sveitarstjóra yfir Stór-Hafnarfjarðarsvæðið kannski, hmm?

Berglind Steinsdóttir, 8.11.2009 kl. 18:12

3 identicon

hehe... Það er nú engin hætta á að þessi draumur þeinn verði að veruleika.

spritti (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:00

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Það er ekki minn draumur að láta Hafnarfjörð yfirtaka hin sveitarfélögin, sosso. Og ekki heldur Reykjanesbæ ...

Berglind Steinsdóttir, 9.11.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband