Sunnudagur, 1. nóvember 2009
Ó, hví eru fréttir (stundum) svo lítið upplýsandi?
Heimild mín hermir að vandaðri fyrirspurn hafi verið varpað fram á borgarafundi á Sauðárkróki í síðustu viku þar sem fundarefnið var fyrirhuguð skerðing fjár til stofnana á staðnum. Spurningin var hvort embættismenn Skagafjarðar ættu (ætluðu?) ekki að nota tækifærið meðan þeir væru enn að störfum og ekki sameinaðir öðrum héruðum og taka á kaupfélagsveldinu. Vísir ákvað að skrúfa bara frá krana fréttatilkynningarinnar. Mbl.is sýnist mér gera það líka en
Villa
Ekki fannst frétt með þessu númeri.
kom upp þegar ég smellti á fréttina. Ég fann ekkert á DV-síðunni og ekki heldur á Eyjunni. RÚV skautaði frekar létt yfir, á ,,fremsta fréttaskýringavef landsins" fann ég ekki einu sinni leitarvél, vandleitað var á Pressunni og síðasta hálmstráið reyndist státa af myndum einum saman umfram fréttina sem fundurinn ákvað sjálfur.
Svo að ég hnykki á spurningunni sem ég nefni í fyrstu línu var hún víst eitthvað á þá leið hvort ekki væri ráð að nýta sýslumann og lögreglu sem enn væru að störfum í Skagafirði - ef störfin yrðu stokkuð upp í sparnaðarskyni (sem er allt annað umfjöllunarefni) - til að vinna gegn misnotkun, einokun og spillingu sem allir vissu að viðgengist á staðnum. Mér skilst að spurningin hafi ekki vakið lukku - og það er skýlaust fréttaefni.
Ég tipla á þessu af varfærni vegna þess að ég var ekki á staðnum. En hvert er hlutverk miðlanna sem vinna fyrir alla landsmenn? Úr því að ég frétti af þessu gef ég mér að víða falli sprengjur sem menn þegja um en ættu að segja frá - og taka á.
-Mikið fann ég hins vegar um villtar kindur sem sóttar voru á kettanibbur af mannúð og fluttar milli héraða af mannúð til að slátra af mannúð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.