Föstudagur, 5. janúar 2007
Burtu með barnabæturnar
Já neinei, áður en Habbý byrjar að skamma mig fyrir neikvæðni ætla ég að flýta mér að segja að ég legg alls ekki til að upphæðinni verði skilað til ríkisvaldsins, alls ekki. Ég veit að í sumum tilfellum er upphæðin ekki svo há hvort eð er. Nei, mér finnst orðið barnabætur fela í sér að einhver hafi orðið fyrir skaða.
Og hver varð fyrir tjóni?
Foreldrarnir fyrir að eignast börnin eða börnin fyrir að eignast foreldra? Þetta er nefnilega fráleitt. Það er ekki fráleitt að tala um örorkubætur því að það er þó nokkur skaði að missa t.d. útlim eða sjón. Það er hins vegar fráleitt að tala um ellibætur eða gamalmennabætur, enda tölum við um ellilífeyri.
Lausnin gæti t.a.m. verið sú að foreldrarnir fengju skattkort, kannski kallað barnaskattkort, með börnum að 18 ára aldri þegar þau verða sjálfráða. Skattleysismörkin fyrir einstakling voru að hækka í 90 þúsund kr. en segjum að þau væru 150 þúsund, þá væri mögulega skynsamlegt að fyrir foreldri eins barns væru þau 200 þúsund, fyrir foreldri tveggja barna 240 þúsund. Þetta er ég reyndar ekki búin að útfæra. Ef foreldrarnir byggju ekki saman og vildu dreifa bótunum fengi hvort um sig skattleysismörkin hækkuð í 175 þúsund.
Næsta vers gæti orðið um meðlag ...
Athugasemdir
Bíð spennt eftir því að þú útfærir þetta aðeins betur. Upphæðirnar eru til dæmis mjög út úr kú. Einstæð þriggja barna móðir á lágum launum myndi miðað við núverandi upphæðir til dæmis fá skattauppbót en ekki afslátt og foreldrar geta aldrei valið um að "dreifa" einu eða neinu.
Þetta er þannig núna að foreldrar sem búa saman fá bætur hvor um sig og einstætt foreldri þar sem barnið er með lögheimili fær allan pakkann. Ef einstæða foreldrið hins vegar hefur sambúð þá minnir mig að nýji makinn fari fljótlega að fá barnabætur... æ, þetta er allt hið flóknasta.
Ég á annars helling af börnum, fæ litlar bætur og er sléttsama.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 00:23
Æ, ég er vitanlega sammála þér um þetta eins og svo margt annað. Prinsippið ætti að vera það að sá sem elur önn fyrir barninu á inni persónuaflsátt út á það. Útfærsla, smútkærsla, frútærsla o.s.frv. Er þetta kannski skýrsla frá Toílett og dúss eða eitthvað?
KH
Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 03:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.