Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Það er víst glæta
Á meðan veðrið er bærilegt miðað við árstíma og Jóni Jóhannessyni verða ekki gefnir eftir milljarðar held ég skítsæmilega skapinu. Í minningunni er nóvember 2008 hálfu blautari og drungalegri en nóvember 2009.
Til að lengja líftíma skítsæmilega skapsins fór ég í ljósaseríubúð í gær og keypti mislita seríu og varð fyrir hrósi frá bláókunnugri konu (ekki fyrir seríuval þó). Gærdagurinn var fyrir vikið rúmlega skítsæmilegur, hehe.
Gaman að þessu óþekkta, og líka ókunnuga fólkinu. Gústi, hvernig er veðrið á miðunum?
Athugasemdir
Hlakka til að hitta þig í hádeginu darling og vona að skapið verði gott þá. Skil svo vel svona sveiflur... ég er í rólunni alla daga....
marin hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.