Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Spennandi lesning
Til stendur að SUS útlisti hugmyndir sínar um stjórn fiskveiða von bráðar.
Ég lýg því ekki, þær mun ég vakta.
Á þetta trúi ég ekki:
Hvað þjóðkirkjuna varðar telur SUS rétt að aðskilja ríki og kirkju með öllu. Það verður hins vegar ekki gert á einu bretti og því telur hópurinn rétt að gefa kirkjunni aðlögunartíma. Þannig mætti aðskilja ríki og kirkju á 10 ára tímabili.
Ég vona samt að hugmyndinni vaxi ásmegin. Óðinsmegin þess vegna.
Fjárlagatillögur SUS eru í 28 blaðsíðna fljótlesinni skýrslu. Í kaflanum 2.2 Eflum atvinnulífið fjölgum störfum (bls. 7-8) fann ég ekkert um fjölgun starfa, bara að aukin skattheimta yrði dragbítur. Skýrslan er náttúrlega stutt og mestu plássinu eytt í niðurskurð í ráðuneytunum þannig að atvinnutillögurnar eru sennilega bara ókomnar. Ég sé heldur ekki að Atvinnuleysistryggingasjóður fái neitt til að mæta því að fjöldi fólks verður sendur á launaskrá hjá honum. Kannski er meiri vilji til að senda þann hóp beint til Keflavíkur.
SUS leggur ekki til að dregið verði úr fjárframlögum til stjórnmálasamtaka upp á 371,5 m.kr. Þau mega vera á forræði skattgreiðenda áfram, ólíkt t.d. Listasafni Einars Jónssonar (16,9 m.kr.), Hafró (1.356,8 m.kr.), talsmanni neytenda (15,6 m.kr.), Jafnréttisstofu (60,5 m.kr.), Fjarskiptasjóði (84 m.kr.) og Hekluskógum (22,6 m.kr.).
Þetta var fyrsta vers, í fallegum litum og að mestu vel frágengið. Ég hlakka til að fá meira að heyra. Alls staðar að.
Athugasemdir
sussum sus
spritti (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.