Mánudagur, 16. nóvember 2009
Þegar Jónas hefði orðið 202 ára
Skynsamlegasta ganga lífs míns er skólagangan. Eðlilega verður mér hugsað til hennar á degi íslenskrar tungu því að með henni, íslenskri tungu, hef ég unnið fyrir mér.
Að fólk skuli borga mér fyrir að tala, lesa og skrifa - og hlusta - er ómetanlegt.
Ef ég þyrfti hins vegar að söðla um veldi ég frumframleiðslu því að þess hef ég helst saknað í atvinnulífi mínu - að hafa lítinn þátt tekið í áþreifanlegri verðmætasköpun.
Athugasemdir
Þú hefur tekið þátt í verðmætasköpun ... mikilli verðmætasköpun - bara ekki áþreifanlegri.
...nema við þreifum á nemendum okkar! :-) En væri það ekki dónalegt?!
Ásgerður (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 22:30
Já, en mig langar til sjós! Eða moka skurð. Hanna flík. Tína sveppi. Tína appelsínur á Kúbu!
Þar má þreifa á nemendum um allt ... lallala. Það væri samt dónalegt ef þeim væri það á móti skapi.
Berglind Steinsdóttir, 17.11.2009 kl. 22:55
Pilla rækjur, salta fisk, búa til ost, moka skít og reka rollur. Verðmætin hafa nú aldeilis runnið um hendur mínar :)
ps. Ertu ekki að koma á snjáldur...
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:49
Já, hlutskipti þitt er öfundsvert. Mér býðst reyndar að eyða jólunum í að fóðra sauðfé, meee.
Öö, ég ætla að hugsa mig vel um. Tek mér vikufrí frá öðrum hugðarefnum ...
Berglind Steinsdóttir, 19.11.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.