Komast Vestmannaeyjar inn í Gullhringinn?

Ég vildi að ég væri flink eins og Kjartan við að tölvuteikna kort. Hann hefur varpað fram mörgum forvitnilegum hugmyndum í ferðaþjónustu, m.a. þeirri að breyta Gullhringnum, bjóða upp á fleiri útgáfur og nýta ónýtta möguleika. Ég er ginnkeypt fyrir nýjungum ef þær eru gáfulegar, og ef ég kynni að teikna myndi ég máta Vestmannaeyjar við Gullhringinn. Ég hef heyrt því fleygt að vonir sumra standi til þess að flétta Eyjarnar inn í hringinn þegar Landeyjahöfn verður að veruleika næsta sumar og sjálfri þætti mér það afar spennandi.

Ég held samt frekar að Eyjarnar henti betur með jöklaferð í Mýrdalinn, tala nú ekki um ef til stæði að gista utan höfuðborgarsvæðisins, og vitaskuld í hringferðunum um *Norðureyju*. Siglingin frá fastalandinu skilst mér að muni taka tæpan hálftíma og að ferðir verði ekki færri en sex á dag.

Ætli ferðarekendur séu búnir að kveikja? Eða er ég e.t.v. of bjartsýn?

Vestmannaeyjar klikka ekki

Landeyjahöfnin verður langtum austar, myndin er tekin af Hellisheiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband