Litlu búðirnar, þær keðjulausu

Mig vantaði, já, bráðvantaði naglaherði (svo ég geti klórað frá mér) og fór mjög meðvitað í Laugarnesapótek sem er ekki í eigu þeirra stórbokka sem gera mér lífið leiðast þessa mánuðina. Í leiðinni keypti ég mér líka sundbol sem er örugglega sá fallegasti sem ég hef eignast - og kostaði 3.500 krónur.

Í allt sumar leitaði ég dyrum og dyngjum að brúkhæfum fatnaði til að synda í eftir að mér hafði í fyllstu fúlmennsku verið bent á visst gagnsæi (já, það á ekki allt allt að vera uppi á borðum). Útilíf kom auðvitað ekki til greina þannig að ég endaði í Sportveri á Glerártorgi og fann þar vel nothæfan sundbol en hann kostaði 12.000 kr. Og ég fer svo oft í sund að báðir tveir eiga eftir að koma í góðar þarfir.

Gagnsæi - gegnsæi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú nú, bara verið að dressa sig upp alveg gengdarlaust

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og munaði bara hársbreidd að ég keypti mér kjól í Andreu (Strandgötu) í gær. Einmitt, já, þegar ég heimsótti Marín og borðaði með henni sítrónugljáðan kjúkling.

Er mánudagshádegið laust hjá þér? Einhver sæmilegur matsölustaður í Múlunum? Verð á hægferð ...

Berglind Steinsdóttir, 26.11.2009 kl. 23:59

3 identicon

Í mánudags- og föstudagshádeigum hleyp ég með hlaupahópnum mínum, þannig að ég er upptekin á stefnumóti til 13:00 ...  

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvar er Laugarnesapótek?

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.11.2009 kl. 18:21

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég túlka spurninguna svo að þú sért ekki í alvöru að spyrja hvar (á móti Laugarnesskóla við Kirkjuteig rétt hjá Laugardalslauginni sem er uppáhaldslaugin mín) heldur kannski hvers vegna. Ég viðurkenni að ég hafði heyrt apótekið auglýst sem rekið af konum eingöngu og ákvað að rölta þar við eftir eina sundferðina.

Í millitíðinni er ég núna búin að heyra haft eftir einum herra í hverfinu að honum finnist dýrt þar. Kannski eru lyfin dýrari en annars staðar en sannarlega ekki það sem ég keypti. Og búðin er ekki hluti af keðju þannig að ég kom bara dús út úr viðskiptunum.

Dálítið óheppilegt fyrir mig að ekki sé opið á laugardögum en svo má líka líta svo til að helgarafgreiðsla sinni gerviþörfum.

Berglind Steinsdóttir, 29.11.2009 kl. 11:00

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég versla í Reykjavíkur Apóteki á Seljavegi 2. Nýopnað apótek í nágrenni við mig sem er ekki hlekkur í keðju.

Annars var ég að spyrja hvar. Hjó í þetta með sundbolinn því mig vantar einn slíkan en get ekki splæst 12.000 krónum í hann.  ;)

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.11.2009 kl. 12:36

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hef líka farið í apótekið á Seljavegi, einmitt meðvituð um stakið. Mér leið betur í gamla apótekinu á Laugarnesvegi en mun að sjálfsögðu fara áfram í hitt enda miklu nær gönguhringnum mínum. - Keypti annars kjól hjá Gögu nýlega (á Vesturgötunni) og varð hugsað til þín. Það voru skemmtilegar heimsóknir (tvær, af því að hún þurfti að breyta kjólnum). - Varðandi sundföt hef ég heyrt að þau kosti yfir 20.000 sums staðar þannig að það er ráð að tefja ekki lengi ...

Berglind Steinsdóttir, 29.11.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband