Urriðafoss og Ingólfsfjall

Já, þótt mér hafi fram undir þetta þótt Bjarni Harðarson skemmtilegri sagnamaður en pólitíkus get ég ekki annað en kinkað kolli þegar hann talar um Urriðafoss og Ingólfsfjall. Þórustaðanáma (minnir mig að hún heiti) sem er þarna sunnan í fjallinu er hroðalegt umhverfislýti sem enginn hefur talað um annar en Bjarni, a.m.k. svo að mér hafi borist til eyrna. Og Urriðafoss er perla þótt hann sé falinn skammt frá veginum.

Ég á víst ættir að rekja þarna austur eftir þótt ég sé ekki sérlega frændrækin. Hins vegar hef ég auðvitað oft keyrt meðfram Ingólfsfjalli og skemmt mér yfir litla bústaðnum og álfasteinunum. Kannski fyndist mönnum í lagi að farga því af því að umræðan er ekki hávær.

Og nú er svo skemmtilegt að í Silfri Egils er verið að ræða umhverfisvernd - og Alcan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband