Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Síðan hvenær eru 59,9 fermetrar 93 fermetrar?
Ég fylgist nokkuð nákvæmlega með fasteignaauglýsingum. Í langan tíma hefur lítið verið auglýst af íbúðum sem gætu hentað mér þannig að ég hef víkkað út leitarskilyrðin. Og í einhverju fikti rakst ég á þessa á Teigunum. Í lýsingunni er hún 60 fm en í yfirlitinu 93.
Áhugasamir smella hugsanlega á eignina þegar fermetrinn virðist eiga að kosta 200.000 krónur - sem er svolítið annað en 302.000 þegar nánar er að gáð.
,,Stærð" hefur tekið miklum breytingum þau ár sem ég hef fylgst með fasteignaverði. Geymslur voru komnar inn í stærð íbúðar þegar ég man fyrst eftir mér en síðustu tvo áratugina hefur bílskúrinn greinilega orðið að stofu eða aukaherbergi, í einhverjum tilfellum hafa svalir verið taldar með og svo var risíbúð í Hlíðunum (horfin af vefnum) skráð 71 fm hjá Fasteignamati en fasteignasalan ákvað að slumpa á 100 fm af því að hún var undir súð og svo væri stórt ómanngengt greymslurými fyrir ofan íbúðina.
Mér finnst eðlilegt að borga fyrir útsýni, garð, bílskúr og geymslu og að verðlagning taki mið af ástandi íbúðar, hvort eldhús hafi verið endurnýjað o.s.frv. en það er út í himinbláinn að telja óíbúanlegt rými sem beinan hluta íbúðar.
Og á svona tímum skil ég enn síður þegar menn gala hátt um að markaðurinn hljóti að ráða. Markaðurinn er löngu búinn að segja nei takk en samt lækkar ásett verð sáralítið. Og ég veit um hjón sem gerðu tilboð eftir tilboð í eignir út frá fasteignamati og var alltaf hafnað.
Markaður sparkaður.
Athugasemdir
Þegar ekkert markaðsverð er til er raunhæfast að miða við fasteignamat. Ég hef sjálfur beðið eftir því að fasteignaverðið fari niður en biðin virðist vera löng því í flestum tilvikum eru fasteignir of veðsettar til að hægt sé að lækkka verðið.
Það eru til tvær leiðir til að lækka fasteignaverð. 1.) Afskrifa skuldir. 2.) Setja heimilin í gjaldþrot og selja fasteigni á uppboðum. Fyrri leiðin lækkar fasteignaverðið um ca 30-50% en síðari um 50-70% nú er bara spurning hvor leiðin verður valin.
Offari, 29.11.2009 kl. 12:02
Já, þegar eignir eru veðsettar fyrir hærri upphæð en mögulegt er að fá fyrir þær láta seljendur sem þyrftu að borga með sölunni það eðlilega eiga sig. Það er bara pattstaða.
Berglind Steinsdóttir, 29.11.2009 kl. 12:12
Sú fasteignaverðshækkun sem varð eftir 2003 átti engin rök fyrir sér frekar en hækkun hlutabréfaverðs. Þessar báðar hækkanir voru teknar að láni þótt viisulega hafi kúlulánin hafi verið fleiri í hlutbréfunum eru aðstæður mjög svipaðar.
Offari, 29.11.2009 kl. 12:36
Við tölum einum rómi, offari, ég gæti ekki verið meira sammála. 90-100% lánin ollu miklu tjóni - og ég vissi það strax.
Berglind Steinsdóttir, 29.11.2009 kl. 13:12
Mér fannst best þegar ég rakst á einhverntíma að bílastæði í sameiginlegri bílageymslu var talið með í fermetrafjölda.
Alvarlegt tilgangsleysi í því.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:51
Ég held að það sé reyndar frekar algengt orðið - en jafn gargandi tilgangslaust fyrir því.
Berglind Steinsdóttir, 1.12.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.