Fimmtudagur, 3. desember 2009
Eiginlega ætti ég að borga Símanum og Vodafone skemmtanaskatt
Þegar Björn Thors og hinir leikararnir byrja á ávaxtagolfinu sínu hækka ég í sjónvarpinu. Þetta er einfaldlega svo skemmtilegur leikþáttur að ég er til í að horfa á hann aftur og aftur. Að tómatur sé í raun ávöxtur, bara menningarlega grænmeti ...
Eins er með froskana, þeir skemmta mér alveg takmarkalaust. Vandað skemmtiatriði og nýir þættir með reglulegu millibili.
En mér dettur ekki í hug, ekki eitt augnablik, að skipta við þessi fyrirtæki. Þau eyða svo miklum peningum í að skemmta mér í auglýsingatímunum að þau verða að rukka hærri símagjöld. Þess vegna er Tal - a.m.k. að svo komnu máli - skásti kosturinn enda lækkaði reikningurinn um ein 20% við yfirfærsluna.
Hinn harði heimur viðskiptanna.
Athugasemdir
En hvernig finnst þér prinsessupókerinn og jólasveinaveislan?
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.12.2009 kl. 01:04
Tjah, ávaxtagolfið er í uppáhaldi, kannski af því að það var svo ferskt og fyrst. Reyndar er nú gaman að sjá kalkún í hinni séríslensku og voðabrúnu jólasveinaveislu, það vantar nú ekki ... En Síminn fær mig samt ekki í viðskipti.
Berglind Steinsdóttir, 9.12.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.