Við vöðum skuldir í háls

Ég sá glæru í vikunni sem færði mér heim sanninn um að skuldabanaáætlunin er óskhyggja ein saman.

Vöruskiptajöfnuður 2010-2010

Glæran nær frá 1995, frá vinstri. Súlurnar niður á við sýna neikvæðan vöruskiptajöfnuð, árin sem við söfnuðum skuldum. Árin 2001 og 2002 komum við út í dálitlum plús en árin þar á eftir söfnuðum við feitum og pattaralegum skuldum, vorum svona eins og púkinn á fjósbitanum sem dafnaði þegar hann heyrði bölv og ragn. Þetta var góðærið sem Ármann Þorvaldsson þakkaði sér og öðrum spekilekum. Tekið að láni eins og allir vita núna - líka hann.

Gula súlan miðsvæðis upp á við er 2009, jákvæður vöruskiptajöfnuður af illri nauðsyn, enginn peningur afgangs til að bruðla með. Appelsínugulu byltingarsúlurnar áfram til hægri eru spá AGS og SÍ næstu 10 árin. Þær stofnanir ,,spá" því að við munum stórleggja til hliðar, framleiða bara, selja grimmt og eyða engu. Til að gera út skipaflotann þarf hins vegar að kaupa eldsneyti, úps, og til að geta keyrt ferðamennina um landið þarf óvart líka keyrikraft.

Sem leikmaður með stór eyru fullyrði ég að áætlunin gæti verið runnin undan rifjum Gosa. En á hvers ábyrgð? 

Við stöndum í fúlu skuldafeni og eigum engar vöðlur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum fífl og kunnum ekki að fara með peninga. Það sést mara á þessum glærumþ

spritti (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Naei, við erum ekki 320.000 fífl - en einhver kann ekki að fóta sig í hinum skreipa peningaheimi.

Berglind Steinsdóttir, 10.12.2009 kl. 20:29

3 identicon

Vandamálið er að við búum í samfélagi sem verðlaunar fanta, spilafíkla og sækópata með valdastöðum í fjármálageiranum.

Einhverjir virðast nú samt hafa haldið sönsum í gegnum allt kjaftæðið. Til dæmis eru "bara" 20% þjóðarinnar á leiðinni í gjaldþrot. Hin 80%in halda í horfinu, þrátt fyrir gróðæri og hrun.

Vandamálið er að nú gengur maður undir manns hönd í valdastrúktúrnum til að koma í veg fyrir að þau kannski 70% þjóðarinnar sem eru ekki á hausnum og stálu heldur ekki framtíð þjóðarinnar fái að ráða einhverju.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband