Bjálkaorða

Þetta er undarlegt. Allir eru sammála - nema forseti Íslands á hverjum tíma og örfáir orðuhafar - um að orðuveiting sé komin út í öfgar. Nú er ég búin að stúdera listann og sjá að ég þekkti ekki þrjú nöfn. Það er gott, það er þá einhver von til þess að það fólk hafi unnið að þjóðþrifamálum í hljóði og einhverjir orðið vitni að því þótt það hafi farið framhjá mér. Það er verulega indælt.

Hins vegar er verið að veita mönnum orðu fyrir að vinna vinnuna sína. Ef skoðanakönnun yrði gerð myndu jafnvel margir orðuþiggjendur haka við ÓÞARFI þegar kæmi að þessum vegtyllum.

Og auðvitað finnst mér undarlegast - ekki grætilegt því að í raun er mér sama - að Sigurði Einarssyni hjá K-inu þarna sem hefur verið framarlega í því að plokka þjónustugjöld af fólki skuli vera hossað.

Bjálfi, ó bjálki í augum þessara fáu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband