Mánudagur, 8. janúar 2007
Mogginn er svo góður
Hvað í veröldinni hangir á spýtunni? Af hverju skaffar Mogginn okkur pláss á veraldarvefnum? Hvað vill hann fá í staðinn? Ég er búin að hafa áhyggjur í heilan mánuð ... og hef ekki borgað túskilding með gati. Svoleiðis rekur sig ekkert fyrirtæki.
Athugasemdir
Ég er búin að vera áskrifandi síðan 1965 og finnst bara ekkert mikið þó ég fái þennan bónus. kv. H.R.E.
Helga R. Einarsdóttir, 8.1.2007 kl. 21:39
Sssssh, ég var líka áskrifandi lengi en sagði Mogganum upp í fyrra þegar hann fór að líma auglýsingar á forsíðuna í gríð og erg. Ég les hann samt daglega (nema ég missti af honum í dag).
Berglind Steinsdóttir, 8.1.2007 kl. 21:57
Þetta er nú einfaldur bissness. Mogginn fær í staðinn flipa á forsíðuna sína þar sem hann sýnir vinsæl blogg, valin blogg og allskonar. Það dregur apaketti eins og mig að mbl.is og þar með hefur mogginn fengið sitt $$$$$$$$$$ fleiri flettingar
hrafnhildur (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.