Þriðjudagur, 15. desember 2009
*You know*
Þú veist, sem leiðsögumaður hef ég verið hundskömmuð af bílstjóra (einu sinni í hvataferð þar sem ég var hljóðtengd í nokkra jeppa) fyrir að segja *you know* of oft. Og þú veist, ég tók það þráðbeint til mín og varð meðvituð.
Nú er ég að fylgjast með Mark Flanagan og Þóru Arnórs í sjónvarpinu mínu. Og þau nota hikorðasamsetninguna - alveg eins og enski blaðamaðurinn gerði líka ótæpilega í Silfri Egils um hina helgina.
Hahha, þúst! Ég er ekki ein ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.