,,Þriðja prentun á leiðinni"

Að sönnu er ég ekki mjög öflugt jólabarn. Ég er þó hænd að bókum og langar alltaf að lesa einhver býsn. Ég veit líka að ekki dugir að allir fái bækurnar lánaðar á bókasöfnum, einhver þarf að kaupa þær því að ella hætta þær að koma út.

Og mér leiðist þessi árátta bókaútgefenda að láta alltaf eins og (góðar) viðtökurnar komi svo gleðilega á óvart að nú hafi þurft að ræsa prentvélarnar á ný. Hver trúir á svona lélegt skipulag? Þar fyrir utan hafa svona meintar sölutölur alltaf þveröfug áhrif á mig, ef einhver bók hefur selst í þotuförmum eru mun meiri líkur á að eitt eintak slæðist fyrirhafnarlaust til mín og ég fer á stúfana til að kaupa bók sem enginn hefur hrópað um á torgum.

Að öðru leyti er ég bara orðin nokkuð jólaleg og tilbúin að taka fagnandi á móti frídögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband