Sunnudagur, 27. desember 2009
,,... þegar hann freistaðist til þess að bjarga ..."
Af tillitssemi við umfjöllunarefnið sem er göfugt ætla ég ekki að vísa í fréttina en viðkomandi bjargvættur lét alls ekki freistast. Hann freistaði þess að bjarga manneskjunni sem er allt annarrar merkingar.
Marga amböguna sé ég flesta daga en þessi afvegaleiðir umræðuna svo mikið að ég verð að ergja mig á prenti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.