Föstudagur, 1. janúar 2010
Krosseldur Heimis
Icesave vekur fólki hroll, að vonum, hvernig sem allt veltist. Eldurinn sem Heimir reyndi að vekja í Krosseldinum í gær var ansi hrímaður líka, einkum fannst mér reyndar standa út úr Heimi kaldur strókur til Margrétar sem var honum á vinstri hönd.
Það er eitthvað við Krosseldinn sem hefur ekki virkað í mörg ár, eitthvert tilgerðarlegt uppgjör en sérstaklega var það gapandi leiðinlegt í ár.
Af hverju var ekki Halldór E. í miðjunni og stjórnaði með sínum frábæra húmor? Einhver húmor hefði strax verið til bóta ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.