Gettu miklu betur

Nú er gósentíð framundan. Ég hef ævinlega haft góðan bifur (eins og við í klíkunni segjum gjarnan) á Gettu betur og vegna trygglyndis held ég alltaf með MS, bæði af því að ég var þar sjálf í skóla og vegna þess að ég kenndi þar líka í eitt ár.

Og nú er sem sagt Gettu betur byrjað að rúlla á Rás tvö. Kjörið að taka til á meðan maður hlustar - og svarar útvarpinu. Jájá, ég hefði getað svarað urmuli af spurningum. Spennt að vita hvernig ég stend mig í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman þegar gamlar trillukellur ræða um sjávarútveginn. Mér var alltaf kallt á höndunum í þá þrjá daga sem ég vann við að landa, þá tvo daga sem ég hreinsaði hörpudisk og vikurnar tvær sem ég pillaði rækju. Þó er minnisstæðast þegar það leið yfir mig. Þá uppgötvaði ég að færibandavinna á ekki við mig.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Habbý, þú hlýtur að vera að vísa í sjálfa þig sem trillukerlingu - ekki mig? Ég man þá ósælu tíð þegar ég saltaði fisk á Dalvík í þrjá daga og hrökklaðist þá í burtu, ekki vegna kulda eða líkamlegrar vansældar heldur af tómum leiðindum. En mig langar alltaf til að spreyta mig á hásetanum. Langaði, ég held að ég sé ábyggilega fallin á tíma.

Berglind Steinsdóttir, 11.1.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband