Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Hef alltaf verið svolítill prófessor
Halló! og takk fyrir síðast. Það var virkilega gaman að rekast á þig en eins og ég viðurkenndi hefði ég í hvoruga áttina tengt nema þú hefðir hrist upp í mér glórunni:-D Ég hef alltaf verið svolítill prófessor í mér og þó ég segi það satt að ég vissi að ég ætti að þekkja andlitið á þér þá kom ég því hvorki í samhengi við bloggið né íslenskuna í HÍ. Ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir því að þú gerðist bloggvinkona mín var hreinlega sú að mér finnst þú skrifa mjög skemmtilega pistla. Vona að þú getir umborið svona prófessorshátt og hreinskilni:-/ Vonandi líður ekki eins langur tími þangað til við sjáumst næst og vona að ég verði við betri meðvitund þá;-) Bestu kveðjur, Rakel.
Rakel Sigurgeirsdóttir, mið. 10. des. 2008
Anti BIO
æi leiðinlegt með þetta um BIO :) hehe LOL
TBEE (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. júní 2008
til hamingju með mömmu
Hæ Berglind mín Til hamingju með múttu um daginn og skilaðu kveðju til hennar. Það væri reyndar ekki vitlaust að við kæmum í kaffi til hennar allar saman svo hún sæi hvað við erum allar orðnar myndarlegar í flatarmáli eftir rúm 20 ár he he he. knús Ella
Elinóra (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. jan. 2008
Við erum græn
Ég með jólatré og þú grænan vegg í bakgrunninn. Það mætti halda að við værum í sókn Fram. Veit ekki með þig en ég er ekki í slíkri sókn. Flott blogg Berglind, algert listaverk.
Svavar Sigurður Guðfinnsson, mið. 19. sept. 2007
OF klár
Sæl Berglind mín, ég hef oft hugsað mér að lesa bloggið þitt og meira að segja gert nokkrar tilraunir til þess en þar sem þú ert yfirnáttúrulega himinklár og notar svona úber þroskamál þá skil ég sjaldnast það sem þú ert að tala um og einnig vegna þess að ég held að það sé um pólitík eða menningu.... eða eitthvað sem ég hef EKKERT vit á, en keep up the good work og takk fyrir að vera æðisleg frænka :> :D
svavs, mán. 17. sept. 2007
Kveðja frá T Æ L U
Hæ Berlind mín, þar sem ekkert meil kemur frá þér þessa dagana ertu ÖRUGGLEGA í útlöndunum...... vona að "eikarbærinn" Stokkhólmur sé skemmtilegur í þínum augum, margt að skoða og skemmtilegt fólk. Biða að heilsa Karl Gustav og Silvíu í höllinni við Gamla Stan :-) ef þú labbar framhjá he he he knús Ella
Ella (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 23. ágú. 2007
Vil kvitta fyrir innliti
Hæ hæ, rakst á þig í gegnum aðra síðu, allsstaðar kannast maður við einhvern. kveðja Margrét "bílstjóri" www.blog.central.is/herbs
Margrét, þri. 17. apr. 2007
Þakkir.
Ég bara vill endilega koma þakklæti til þín fyrir kurteislega ábendingu varðandi færsluna í dag, þú veist hvað ég á við, takk aftur. Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., þri. 3. apr. 2007
Fundin
Eftir langa leit ad ther hja trollunum, hef eg akvedid ad hafa uppi a ther her. Ljomandi ad sja ad thu ert som vid...sig/thig. Mun vissulega fylgjast med hedan fra Jotlandi.
Unnur Mjöll Dónaldsdóttir (Óskráður), mið. 21. mars 2007
Orðinn háður blessuðu blogginu.
Sæl Berglind. Þakka þér fyrir að bjóða mig velkominn hingað inn. Hef loksins látið undan þeim samfélagslega þrýstingi að allir verða að tjá sig.
Steingrímur Ólafsson, sun. 11. mars 2007
Alltaf gaman að skrifa!
Blessuð Berglind. Það er gaman að komast aftur í rithóp með þér. :)
Hrannar Baldursson, sun. 25. feb. 2007
áfram Berglind
Sæl Berglind, ég er að kíkja. Láttu okkur heyra meira. Væri gott að fá morgunpistil t.d. Þú ert komin í bookmarkas
Þórhildur Sigurðardóttir (Óskráður), þri. 13. feb. 2007