Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 7. nóvember 2010
Barbapabbi er bleikur!
Allir vita auðvitað að Barbapabbi er bleikur, ég veit það, en það merkilega við það er að engum(?) finnst það merkilegt eða skrýtið. Barbamamma er svört.
Er Barbapabbi kelling? Hahahaha.
Í mér grasserar núna djúp pæling yfir litavalinu. Gaman að hugmyndafræði listamannsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 6. nóvember 2010
Grisjun hafin - 57 í fyrstu umferð
Á vefnum er hægt að draga í dálk þá sem maður vill kjósa til stjórnlagaþings. Fyrstu 25 eru eðlilegir, aðrir eru með bannmerki. Nú þarf ég að fækka um rúmlega helming. Sjálfsagt eru einhverjir á listanum sem eiga vafasama fortíð sem ég veit enn ekki um og kannski eiga einhverjir frambjóðendur eftir að koma mér undursamlega á óvart á næstu þremur vikum.
Og svo er þjóðfundurinn í Laugardalshöllinni núna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Innherji eða ekki
Einu sinni var símafyrirtæki sem fékk prófarkalesara (mig) til að lesa ársskýrsluna sína. Skömmu síðar hringdi annar símamaður í mig (prófarkalesarann) og bað mig að prófarkalesa ársskýrslu síns fyrirtækis. Já, sagði ég, fyndið - og það með að ég væri nýbúin að lesa ársskýrslu annars símafyrirtækis.
Honum fannst það ekki fyndið og sagði að þar sem ég væri innherji [hoho, ég hefði ekki getað unnið mér til lífs að hafa eftir einn dálk úr ársskýrslunni - sem þar að auki var komin út] gæti ég ekki prófarkalesið hans.
Mér finnst þetta enn harkalegt gagnvart vesalli mér, en mér finnst gegna öðru máli þegar lögfræðingur hefur lesið trúnaðargögn sem ekki á að birta opinberlega og þykist síðan einhverjum mánuðum síðar geta fjallað um málið frá annarri hlið án þess að nota trúnaðargögnin. Trúnaðargögnin verða óhjákvæmilega hluti af veruleika lögmannsins.
Og nú er ég búin að leita mig glórulausa að fréttinni um vörnina fyrir sjömenningana án árangurs. Kannski tók ég alskakkt eftir frá upphafi sem breytir þó ekki þeirri skoðun minni að ef maður hefur sýslað með óbirt trúnaðargögn hlýtur hann að vera of bundinn þeim til að geta fjallað hlutlaust um málið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Sönn tíðindi af fasteignamarkaði?
Mig minnir að ég hafi séð nýlega að fasteignasala hefði tekið kipp. Ég skoða fasteignaauglýsingarnar nokkuð reglulega og sé aldrei 100 fermetra íbúð með suðvestursvölum, fallegu eldhúsi og góðri stofu á u.þ.b. 20 milljónir í mínum hverfum. Ef ég skyldi sjá íbúð sem mér líst þokkalega á hvílir svo mikið á henni að ég hef ekki hjarta í mér til að bjóða það sem mér fyndist sanngjarnt, m.a. út frá fasteignamati.
Hvar seljast íbúðirnar? Hvernig (makaskipti/peningar)? Og er plat í sögunni?
Ég er alveg sneisafull af efasemdum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 30. október 2010
Öll 523
Í nánasta umgangshópi mínum er nánast enginn sem hefur áhuga á afdrifum stjórnlagaþingsins, a.m.k. ekki kosningunni til þess. Og við höfum þráttað um almennan áhuga sem ég hélt að væri til að dreifa.
Í gær hlustaði ég á smáspurningakeppni á Bylgjunni þar sem þessa var spurt: Hversu margir eru í framboði og hvenær á að kjósa?
Svakalega auðveld spurning - sem fólk gat ekki svarað. Samt hringdi það inn til að svara fréttspurningum og gat svarað ýmsu öðru (sem jafnvel ég vissi ekki [hönd að gagnauga, *dæs*]).
Hér er frambjóðendalistinn í heild sinni. Ég þekki líklega15 manns persónulega og þekki til annarra 100 en bíð spennt eftir áherslupunktunum til að gera röðina endanlega upp við mig.
Vikulokin eru undirlögð af stjórnlagaþinginu núna - fólk hefur áhuga! Hahh.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. október 2010
Meðhöfundur símaskrárinnar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 25. október 2010
30% frambjóðenda til stjórnlagaþings eru konur
Já, og? Ég veit að samtals eru fleiri en 25 hæfir einstaklingar í boði þannig að ég hef engar áhyggjur fyrirfram. Vandinn er hugsanleg klíkumyndun. En ég er samt logandi hrædd um að yngsta kynslóðin verði ekki með fulltrúa og að ekki verði nógu margir úr hinum dreifðu byggðum. Kannski verða of margir með embættismenntun og of fáir með almennt hyggjuvit?
Ég er sem sagt klofin í afstöðu minni.
Í gær var 35 ára afmæli kvennafrídagsins sem fagnað var víða um land í dag. Frábær dagur, ég norpaði glöð í Lækjargötunni. Ég veit að fullt jafnrétti í launamálum hefur ekki náðst en ég vil ekki pikkfestast í þeirri staðreynd. Ég vil líka horfa á þann árangur sem hefur náðst. Og almennur aðhlátur að karlfauskunum sem buðu sig fram til forseta um leið og Vigdís var svo einlægur í gær, nú finnst okkur viðhorf sem þeir stóðu fyrir fáránleg. Og 30 ár í mannkynssögunni eru skammur tími.
En þetta gerðist vissulega ekki baráttulaust. Ég þakka þeim sem hafa rutt brautina fyrir mig og gert það að verkum að mér finnst ég aldrei hafa goldið kynferðis míns.
Takk mamma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 24. október 2010
Forgangsröðunaratkvæði - prófkjör til stjórnlagaþings
Ég skil núna kosninguna til stjórnlagaþings. Hún felur nefnilega í sér prófkjör í leiðinni. Ég hef aldrei kosið í prófkjöri (skammarlegt, ég veit) og þess vegna var ég svona lengi að kveikja á þessu single transferable vote.
Mér fannst, alveg núna til hádegis, að hvert af 25 atkvæðunum mínum ætti að gilda 100% fyrir mitt val. En nú er ég búin að átta mig á að þetta snýst um forgang, sá frambjóðandi sem ég set í fyrsta sæti er mitt fyrsta val og fær mest vægi - eins og í prófkjöri.
Ef 500 verða í boði fá 5% frambjóðenda brautargengi. 475 manns sitja eftir með (mis)sárt ennið. Já, ég fullyrði að 25 manns verða á þinginu, hlutföllin verða í versta falli 40/60, sennilega 50/50. Spurningin er bara hvort tilhlýðileg breidd verður í aldri, menntun og búsetu. Alls þessa er gætt í slembiúrtaki þjóðfndar en í svona persónukjöri hlýtur kylfa að ráða kasti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. október 2010
Skýr miðbær?
Garðbæingur í sundi: Í Hafnarfirði er þó skýr miðbær, ólíkt Reykjavík.
Ég fyrtist fyrir hönd bæjarfélagsins míns (sem ég vildi þó helst að sameinaðist hinum sex á höfuðborgarsvæðinu) en er samt að hugsa um hvort miðbærinn sé skýr. Austurvöllur? Lækjartorg? Ingólfstorg? Grófin? Eða allt það sem er rammað inn með Vonarstræti, Aðalstræti, Tryggvagötu og Lækjargötu?
Snýst það um stjórnsýsluna? Eða kaffihúsin?
Austurvöllur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. október 2010
Rafræn atkvæðagreiðsla
Allt í einu man ég ekki rökin fyrir því að hafa atkvæðagreiðsluna 27. nóvember með blaði og blýanti. Ó, hafa kannski engin rök verið færð fram?
Tölvueign og internetþekking er einstaklega rífleg á Íslandi. Hér er því algjört kjörlendi til að kjósa rafrænt. Mér skilst m.a.s. að sums staðar í útlöndum kjósi menn í gegnum heimabankann sinn, þeir sem hann hafa. Hinir mega þá mæta á kjörstað á kjördegi og krossa fyrir mér.
Ódýrara að kjósa heima.
Fljótlegra að telja. Ódýrara þá líka.
Einu rökin gegn þessari dásemd eru að kosningavakan yrði í styttri kantinum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)