Færsluflokkur: Dægurmál

,,Árangursrík eignastýring í 22 ár"

Íslensk verðbréf auglýsa svo. Ég er minnug á tölur og auglýsi á móti að ég tapaði 29% af sparifénu hjá þeim. Ella hefði ég kannski tapað 60%, ha? Var kannski gert áhlaup á sjóðinn meðan ég gáði ekki að mér?

Ég er enn leið og stúrin og beisk - og skelfilega tortryggin.


Eins og hamstur

Við hlaupum og sprettum úr spori og geysumst áfram, látum vaða og drögum ekki af okkur - en samt er ég enn bara á bls. 392.

Því veldur að hluta til massíft og tímafrekt félagslíf. Ég missti m.a.s. af Systrum og bræðrum í kvöld, en komst á fraaábært málþing um þýðingar í gær. Kannski er orðið svona auðvelt að gera mér til hæfis, ehe, en fyrirlestrarnir þóttu mér svo efnismiklir og skemmtilegir. Alveg í lokin var Klaus Ahrend sem sér um útvistun þýðinga hjá Evrópusambandinu með fróðlegan fyrirlestur - og gagnvirkan með afbrigðum - um eðli og frágang þýðinga hjá Evrópusambandinu. Af á að giska 70 gestum get ég mér til að 25-30 hefðu viljað ráða sig til starfa hjá honum frá 1. október 2009. Byggi ég það á fjölda spurninga sem hann fékk um verð, aðstöðu o.fl. hagnýtt.

Ef við göngum í Evrópusambandið munu einhverjir Íslendingar þurfa að flytjast til Brussels/Lúxemborgar, aðrir munu taka að sér verkefni á heimavígvelli.

Margir viðstaddir fengu bæði glimt i øjet og blod på tanden og veit ég ógjörla hvaðan mér bárust þessar slettur ...


Að sækja fram eða aftur

Þar er komið sögu í þriðju bókinni um Lisbeth Salander að Erika Berger ritstjóri fær sóðapóst úr tilbúnum netföngum. Hún var ráðin til SMP til að bæta blaðið og fjölga lesendum. Nokkrir í ritstjórninni vilja skera niður í starfsmannafjölda til að rétta við reksturinn - en halda sínum eigin bónusum - og greiða hluthöfum arð! Eriku hefur enn ekki tekist að sannfæra talsmenn eigenda um að gott efni, vönduð vinna og trúðverðugleiki selji blaðið.

Róa sig, Berglind, þetta er bara skáldskapur.


Fjögurra manna farsi

forsýningu í kvöld, fjórir leikarar í á að giska 10 hlutverkum. Guðjón Davíð fær stóran plús, hin léku líka vel.

HeimaErBest 450x236

Datt í hinn norsk/sænska þátt Skavlans

Í honum er íslensk pólitík, eftirsjá, norsk leiklist, sænsk leiklist, hvítrússneskur/norskur söngvari - og fremsti skákmaður heims. Sé ekki eftir því hvernig ég varði þessum tæpa klukkutíma.

-Að auki legg ég til að Ármann verði sendur til Óslóar á næsta ári til að lýsa söngvakeppninni!


Vantar lúxushótel?

Ég rápaði um Húnaþing vestra um helgina og sá að þar er ýmislegt gistirými. Ekkert íburðarmikið. Sumt vel nýtt. Og ég rifjaði upp að Ásbjörn Björgvinsson á Húsavík kallaði eftir nýju hóteli á sínum slóðum um daginn. Mér finnst endilega að hann hafi talað um háklassahótel en það kemur ekki fram í tilvitnaðri frétt.

Vantar íburðarmikið hótel fyrir norðan? Hvað skyldi útlenski markaðurinn segja núna? 20.000 króna herbergi losar 100 evrur.


Ekki Bjartmar?

Ég er auðvitað að horfa á Ljótu hálfvitana og hina í Popppunkti, nema hvað, og var alveg grjóthörð á því að leynigesturinn væri Bjartmar Guðlaugsson. En það var hvorki giskað á hann né reyndist hann vera undir dulunni.

Kannski er ég síðasti aðdáandinn hans.


2012

hugmynd, umhverfisvæn og göfug. Ég vil vera memm. Það sem ég vildi þó helst af öllu væri að nýta það sem maður er hættur að nota og knýja bíl með dagblöðum, gosflöskum, götóttum svefnpokum, mjólkurfernum - bara öllu því sem fólk hendir í tunnuna og bíður eftir að aðrir fargi; urði eða brenni. Ó, þú NÝJA Ísland.

Held einhvern veginn að á kvikmyndahátíð megi finna umhverfisvænar myndir.


Samkeppni - eða ekki

Blaður á Glamur sem á Ráp og Raup sem eru hluthafar í Bramli og Brölti - sem selja mér morgunkorn og naglaherði. Það er til að æra óstöðugan að reyna að henda reiður á af hverjum maður kaupir poppið sitt. Enda sannast það að mótstaðan minnkar, við vitum alls ekki í hvaða buddu tikkar þegar við kaupum velúr-peysuna eða sparijakkann.

*dæs*

Svo kemur frétt af því að apótekari á Akranesi hafi kvartað til Samkeppniseftirlitsins fyrir tveimur árum undan óeðlilegum viðskiptaháttum Lyfja & heilsu. Fréttin er heldur loðmulluleg þannig að ég verð að giska á að Apótek Vesturlands sé stakur hlekkur svona til samanburðar við keðjuna Lyf & heilsu. Og ég leyfi mér líka að giska á að verð í Lyfjum & heilsu á Kirkjubraut 50 sé lægra en í útibúum Lyfja & heilsu annars staðar þar sem ekki nýtur nálægðar annarra apóteka.

Ég er bara að giska því að fréttin var ekkert unnin. Ég veit ekki heldur hver á alla þessa hlekki. Og ekki verður Jón Jósef spurður í bráð.

*dæs*


Tími poppsins er liðinn

Ég ætlaði að rifja upp forna takta popp(korn)sins í potti - og nú leggur bræluna um alla íbúð. Örbylgjupopp er orðið svo dýrt og umhverfisvitund mín enn sterkari en fyrr þannig að mér fannst einboðið að tími pottapoppsins væri runninn upp á ný.

En líklega eru það bara gulrætur og gúrkur, og mandarínur þegar mikið liggur við, héðan í frá.

-sagði hún og fitjaði upp á trýnið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband