Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Hvað merkir ,eða´?
Hugsið nú málið. Auðvitað vitum við að eða er samtenging, þú eða ég, nei eða já o.s.frv. En hvernig notar fólk eða?
Hittumst eftir helgi eða strax á mánudaginn.
Þetta var fjórðungur eða 25%.
Hann þoldi ekki hugmyndina eða honum var fullkomlega misboðið með þessari tillögu.
Það sem fólk vildi sagt hafa í stað eða er það er (þ.e.) til nánari skýringar á orðum sínum. Aftur verð ég að segja að ég missi ekki svefn yfir þessu en hins vegar skil ég ekki að menn skuli nota orðið svona og enn síður skil ég að ég heyri aldrei neinn tala um þetta. Og vinn ég þó með fólki sem lætur sér tungumálið ekki í léttu rúmi liggja.
Prófum eitt dæmið: Þetta var fjórðungur, þ.e. 25%.
Þetta er ekki þágufallssýkin sem lamið hefur verið á árum saman með litlum árangri, þetta er eða-sýkin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Hverjum er ekki sama um jafnrétti?
Ýmsum.
Síðunni barst furðuleg saga um venjulegan skóla á Íslandi. Þar er mönnum gert að skila verkefnum. Karl og kona komu sér saman um hina fullkomnu samvinnu, hún vann öll verkefnin fyrir bæði. Fyrir þau sem hún skilaði í eigin nafni fékk hún 8 en fyrir þau sem hún skilaði í hans nafni fékk hún 9.
Ég spurði aðilann sem sagði mér: Og hvað, kvartaði hún ekki?
Uuuu, nei, þá hefði hún komið upp um hið gullna plott þeirra. Hún beit sig í vörina og hætti.
Og nú mega áhugasamir giska á eðli námsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
alla vega - allavega
Ég segi ekki að ég gráti mig í svefn en hvers vegna í ósköpunum notar fólk alla vega eða allavega þegar það vill segja að minnsta kosti?
Skv. tölvuorðabók:LÓB
alla·vega1
allavega menn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
kýr - kú - kú - kýr
Allir 101-búar skyldu taka sig upp endrum og eins og bregða sér í sveitasæluna, einkum ef jafn góður kostur og Arnarholt í Stafholtstungum býðst. Þangað brunaði ég í litlum og vel uppfærðum hópi um helgina. Arnarholt er nefnilega ekki bústaður, heldur gamall bóndabær, vantaði bara kýrnar og ærnar.
Ég ætla ekki að tíunda viðburði helgarinnar, segi bara þetta: Við bökuðum ógrynni af speltvöfflum á laugardaginn og vegna þess að við torguðum þeim ekki vildu sumir henda þeim - í ruslið beinustu leið. Gæsahjartað í mér tók kippi og lá við andarslitrum en ég fékk að setja þær í poka og ætlaði að gefa öðrum fuglum en mávinum á mánudag. Hins vegar millilentu þær í vinnunni hjá mér, var stungið í brauðristina og etnar af mikilli lyst - stökkar eins og þær væru nýbakaðar.
Þetta má skilja sem nýja heimilisráðið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Verðlagseftirlit Berglindar í Bónusi
Talsmaður neytenda hvetur neytendur - okkur - til að vera á varðbergi gagnvart verðlagi. Hann leggur til að við tökum vörur í fóstur. Þótt nú sé svolítið seint í rassinn gripið, aðeins þrjár vikur fram að degi hinnar dásamlegu skattalækkunar, ætla ég að taka áskoruninni, a.m.k. að hluta.
Holtakjúklingabringur, kílóverð: 2.565 kr. (að vísu er svo iðulega afsláttur límdur á umbúðirnar, í dag 20%).
Chiquita-bananar, kílóverð: 141 kr.
Gullbitafiskur (ýsa), kílóverð: 5.988 kr.
Pólarbrauð (rågkaka, sænskt, mjúkt hrökkbrauð (hmm), lífrænt), 250 g, 6 sneiðar: 159 kr.
Lúxusíspinnar með karmellubragði, Kjörís, 4 stk.: 337 kr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Við viljum Vilko, við viljum Vilko!
Ég vil Sundabraut. Til vara: fækka bílum um þrjá fjórðu. Ég minni á að í Reykjavík eru fleiri bílar en bílpróf. Er það ekki magnað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Kjötsúpusjoppa Eyvindar
Ef meintur Norðurvegur verður að veruleika missir lærissala (af sjálfdauðu) Eyvindar og Höllu sjarma sinn (hér vísast í Spaugstofu gærkvöldsins) sem og kveðskapur við Beinahól. Þá verða nú ferðamennirnir glaðir ...
Ég man eftir öðrum vegi sem rútubílstjórum væri sama þótt yrði bættur og það er GJÁBAKKAVEGURINN milli Þingvalla og Laugarvatns. Ef mönnum er féð útbært mætti alveg byrja þar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Stór stafur í línu tvö - hugleiðing
Hvað veldur því að sumir hafa fyrsta stafinn í annarri línu stóran þótt fyrsta lína endi á kommu? Þið skiljið hvað ég meina, maður er ávarpaður í línu eitt með t.d.: Sæll, og svo byrjar bréfið í næstu línu á: Ég hef verið að hugleiða ...
Ég sé þetta í ensku og geri ráð fyrir að menn taki það upp þaðan en jafnvel þótt það væri rökrétt í ensku - sem ég sé svo sem ekki - er alls ekki sjálfgefið að það sé rétt eða eðlilegt í íslensku sem er frekar mikill vinur litla stafsins.
Mér finnst þetta tilgerðarlegt. Ég vil ekki segja að það fari í taugarnar á mér (því að það er svo smáborgaralegt, hmmm). Ég tek fram að ég hef bara séð þetta í íslensku hjá Íslendingum.
Es. Feitletraði það sem málið snýst um, m.a. kommuna (,) fyrir aftan sæll.
Dægurmál | Breytt 11.2.2007 kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Löggilding starfsheitis leiðsögumanna ferðamanna
Dæs. Árum saman hefur maður vonað að það ljós rynni upp fyrir hlutaðeigendum að ferðaþjónustunni kemur betur að hafa góða, ánægða, velupplýsta og LÖGGILTA leiðsögumenn að störfum. Nú berast þau tíðindi úr herbúðum löggildingarnefndar félagsins að það verði ekki fyrir vorið.
Ætli ég muni ekki rétt að hafnaleiðsögumenn, leiðsögumenn hreindýraveiða og laxveiði séu löggiltir?
Dæs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
www.tn.is
Nú hefur talsmaður neytenda opnað heimasíðu þar sem hann hvetur neytendur til að sýna kaupmanninum virkt aðhald. Tökum brýninguna til okkar, kaupum ekki við hærra verði það sem hægt er að kaupa við lægra verði - eða sleppa ella.
Við búum til samkeppnina.
Og 1. mars sem áður kallaðist b-dagur (frá 1988 minnir mig) hlýtur að fá aðra skammstöfun eftir þrjár vikur, s-dagur (samkeppni)???
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)